Skip to content

apríl 2021

Hvað er skírn?

Þegar kristnir menn ræða saman um skírn, snýst umræðan oft um hvort rétt sé að skíra börn, eða hvort einungis eigi að skíra einstaklinga sem náð hafa nægilegum trúarþroska til að tjá trú sína opinberlega. Önnur spurning sem oft leitar upp á yfirborðið er hvort að skírn krefjist niðurdýfingar í skírnarlaug, eða hvort nóg sé að vatn sé til staðar yfir höfuð, gjarnan ausið úr skírnarfonti. Jafnvel þótt þessar spurningar séu mikilvægar, má þó segja að byrjað sé í röngum enda. Áður en hægt er að svara slíkum spurningum er… Read More »Hvað er skírn?

Friður sé með yður

Upprisa Krists frá dauðum er boðskapur páskadags. Upprisan er ekkert smáræði. Henni fylgir friður Drottins til okkar. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls hljóma þessi orð þrisvar sinnum í 20. kafla. Að kvöldi páskadags voru allir postularnir nema Tómas saman komnir og höfðu læst dyrunum af ótta við gyðinga. Enn höfðu þeir ekki séð Krist upprisinn, og þótt þeyr höfðu heyrt vitnisburð kvennana, voru þeir óvissir um hverju þeir áttu að trúa. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ Þegar hann hafði þetta mælt,… Read More »Friður sé með yður