Skip to content

maí 2021

Babel og Hvítasunna

Í fyrstu ellefu köflum sínum segir Biblían frá sköpun heimsins, uppreisn mannsins gegn Guði og þar með tilurð syndar, böls og þjáningar í heiminum. Afleiðingar syndarinnar létu ekki á sér standa, og innan skamms hafði fyrsta manndrápið átt sér stað: Bróðurmorðið þar sem Kain drap Abel. Smám saman, sem mönnunum fjölgaði, óx einnig syndin, og sagt er frá því að Guð hafi iðrað þess að hann skapaði heiminn (1 Mós 6:6). Hann lét allsherjar flóð koma yfir jörðina, en bjargaði Nóa og fjölskyldu hans, ásamt nokkrum einstaklingum af hverri dýrategtund… Read More »Babel og Hvítasunna

Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?

Þegar við komum saman til guðsþjónustu, förum við jafnan með sameiginlega trúarjátningu okkar. Innihald Postullegu trúarjátningarinnar, sem og annara trúarjátninga er kennt í fermingarfræðslunni, og þar læra hana flestir utanbókar. Trúarjátningin inniheldur þau grundvallaratriði úr Ritningunni sem allir kristnir menn trúa. Jafnvel þær kirkjur sem vilji ekki notast við formbundnar játningar, játa samt sem áður þau atriði sem þar koma fram. En hver er eiginlega tilgangur trúarjátningarinnar? Trúarjátningin hefst á orðunum „Ég trúi.“ Hún er vitnisburður um hvað við vitum um Guð, og sérstaklega um fagnaðarerindið. Í ákveðnum skilningi má… Read More »Hver er tilgangur trúarjátningarinnar?