Skip to content

október 2021

Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

2.Lestu gamla testamentið eins og postularnir gerðu Við lærum að hlusta á Krist þegar við lærum að hlusta á postula hans. Jesús talaði til þeirra og sagði: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig.“ (Lúk 10:16) Kristur var sendur til okkar af Guði Föður, svo að við mættum þekkja hjálpræðið sem hann einn getur gefið. Áður enn hann steig aftur upp til himna, sendi hann postula sína út um allan heim, til… Read More »Fimm hlutir sem hafa ber í huga við lestur gamla testamentisins.

Guðsþjónusta 24. október

Við boðum til guðsþjónustu í Friðrikskapellu sunnudaginn 24. október kl 11:00. Sakarías Ingólfsson, prestur JELK, prédikar. Guðspjall þessa 21. sunnudags eftir Þrenningarhátíð skrifar guðspjallamaðurinn Lúkas 1Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: 2″Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. 3Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.’ 4Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast… Read More »Guðsþjónusta 24. október

Jesús er Drottinn!

Hér er sagt frá einni af fyrstu játningum kristinna manna: „Jesús er Drottinn!“ og hvað hún merkir. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm 10:9-10