Skip to content

janúar 2022

Ný þáttaröð á Lindinni

Þriðjudaginn 1. febrúar kl 09:00 verður frumfluttur fyrsti þáttur í þáttaröðinni „Undirbúningur fyrir Sunnudag“ á útvarpsstöðinni Lindin. Þættirnir verða sendir þriðjudaga kl 09:00 og endurfluttir fimmtudaga kl 13:00 og laugardaga kl 16:00. Það er Sakarías Ingólfsson sem kynnir næsta sunnudag í kirkjuárinu, les ritningarlestrana og guðspjallið, og skoðar samhengið sem textarnir standa í. Við undirbúum okkur í sameiningu fyrir það að heyra orð Guðs í guðsþjónustunni og taka það til okkar. Þættirnir verða einnig í boði á appi lindarinnar og sem hlaðvarp.

Hvernig gengur nýársheitið?

Að strengja nýársheit er hefð sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, og er því orðin nokkuð föst í sessi. Það er ekki óalgent að heitin fjalli um að bæta heilsu sína, t.d. að hreyfa sig meira, borða minna, fara fyrr að sofa, verja meiri tíma með þeim sem manni er annt um, eða bara að horfa upp frá símanum öðru hverju. Þegar þetta er skrifað eru liðnar tæpar tvær vikur af nýjá árinu. Í þau fáu skipti sem ég hef spreytt mig, hefur nýjársheitið yfirleitt farið… Read More »Hvernig gengur nýársheitið?

Lögmál og fagnaðarerindi

Flestir þekkja það að skipta má Biblíunni í gamla og nýja testamentið, þ.e. þau rit Biblíunnar sem skrifuð eru fyrir komu Krists og þau sem skrifuð eru eftir komu hans. En það má líka skipta boðskap Biblíunnar í heild, í tvenns konar boðskap: Lögmálið og fagnaðarerindið.