Skip to content

febrúar 2022

Nú förum vér upp til Jerúsalem…

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 22. febrúar kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Upphaf þáttar Komiði sæl og velkomin í þáttinn Undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson og er prestur í verkefni sem kallast Játningarbundin Evangelísk-Lúthersk kristni. Þú finnur okkur á www.jelk.is, á facebook og á YouTube. Sunnudagurinn kemur er sunnudagur fyrir föstuinngang og kirkjur landsins verða skreyttar með grænum lit. Fastan hefst miðvikudaginn eftir, sem er öskudagur, og þá er skipt yfir fjólubláar skreytingar því til merkis. Það er gömul hefð… Read More »Nú förum vér upp til Jerúsalem…

Sáðmaðurinn

Upphaf þáttar Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í níuvikna föstu og er áhersla á sáðkornið í líkingum Krists, sem er einmitt orð Guðs. Þess vegna á það vel við að dagurinn er einnig þekktur sem Biblíudagurinn. Kirkjur landsins verða skreyttar með grænum lit. Við ætlum að lesa ritningarlestrana og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Stundum er talað um þrjár megin reglur fyrir góðan Biblíuskilning, og fyrsta reglan er þá að huga að samhenginu. Önnur reglan er að huga að samhenginu og sú þriðja að huga að… Read More »Sáðmaðurinn

Að afneita sjálfum sér og elska náungann

Upphaf þáttar Komiði sæl og velkomin í þáttinn Undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson og er prestur í verkefni sem kallast Játningarbundin Evangelísk-Lúthersk kristni. Þú finnur okkur á www.jelk.is, og við erum líka á facebook og YouTube. Sunnudagurinn kemur er fyrsti sunnudagur í hinni svokölluðu níuviknaföstu, sem sumstaðar er kölluð forfasta. Hún á sér ákveðna sögu, og á sennilega uppaf sitt í klaustrum vesturkirkjunni í byrjun miðalda, en hefur aldrei fest seg almennilega í sessi, sérstaklega ekki sem tími sameiginlegrar og allmennrar föstu. Engu að síður loðir nafnið við,… Read More »Að afneita sjálfum sér og elska náungann

Ummyndun Krists

Fjallað er um texta síðasta sunnudags fyrir þrettánda. Textar eru 5 Mós 18:15-19, 2 Pét 1:16-21 og Matt 17:-19. Þátturinn var á dagskrá Lindarinnar 1. febrúar 2022.

Upprisa holdsins

Í lok postullegu trúarjátningarinar koma þessi furðulegu orð: „Ég trúi á… upprisu holdsins.“ Eða allavega voru þessi orð í trúarjátningunni þegar ég lærði hana á barnsaldri. Sumir sögðu reyndar „upprisu mannsins“ og hefur það orðalag smám saman tekið algerlega við. En hvað er átt við upprisu holdsins, og er upprisa mannsins það sama?