Skip to content

mars 2022

Boðunardagur Maríu

Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur í föstutíma , og sem einnig má kalla miðföstudag, og verða hugsanlega einhverjar af kirkjum landsins skrýddar fjólubláum lit því til merkis. Þó eru líkur á því að margar kirkjur verði fremur skrýddar hvítum lit, sem er litur jóla og páska og sérlegra hátíða Krists. Það er jafnvel hugsanlegt að það verði sunginn svo sem einn jólasöngur í kirkjunni þinni, en það tíðkast sumstaðar á boðunardgi Maríu. Sjálfur er ég vanur að velja sönginn Guðs kristni í heimi. Reyndar er boðunardagur Maríu, haldinn hátíðlegur 25.… Read More »Boðunardagur Maríu

Jesús og Beelsebúl

Guðspjöllin segja okkur frá því hvernig kraftaverk Krists, sem og kenning hans, eru verk og kenning með valdi. Þegar farísear gátu ekki afneitað valdi hans, reyndu þeir þess í stað að útskýra það sem vald hins illa. Jesús svarar þeirri ásökun í guðspjalli sunnudags.

Sælir eru þeir

Þriðja sunnudag í föstu verða kirkjur landsins skreyttar með fjólubláum lit, til merkis um iðrun, föstu og undirbúning. Eins og fyrri vikur, lesum við ritningarlestrana og tölum aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Sakaría. Ásamt spámönnunum Haggaí og Malakí talar hann til gyðinganna sem héldu úr útlegðinni í Babylon og aftur til fyrirheitna landsins. Hann talar með huggunarorðum og leiðbeiningum, sem og dómsorðum yfir óvinum þeirra. Bókin er full af huggun og von fyrir hinna herleiddu sem halda heim… Read More »Sælir eru þeir

Glíman við Guð

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 7. mars kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Upphaf þáttar Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur föstutímans og kirkjur landsins verða skreyttar með fjólubláum því til merkis. Við ætlum að lesa ritningarlestrana og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í fyrstu Mósebók, sem inniheldur annars vegar frumsögu heimsins í fyrsta til ellefta kafla, og sögu fjögurra kynslóða… Read More »Glíman við Guð

Spjall um skriftir

Ég spjalla aðeins um skriftir, nefni eigin reynslu af þeim, tala um hvað þær eru og hver sé ritningarlegur grundvöllur þeirra. Hvað eru skriftir? Svar: Skriftir taka yfir tvö atriði: Annað er, að maður játi syndina, hitt er, að hann veiti aflausninni eða syndafyrirgefningunni viðtöku af skriftaföðurnum svo sem af Guði sjálfum væri og efist svo ekki um þetta, heldur trúi fastlega, að syndirnar séu með því fyrirgefnar hjá Guði á himnum. Úr fræðum Lúthers minni. Lesa áfram 19Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst… Read More »Spjall um skriftir