Skip to content

apríl 2022

Góði hirðirinn

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 26. apríl kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er kallaður annar sunnudagur eftir páska, og einnig annar sunnudagur páskatímans. Í kirkjunni eru páskar ekki bara hátíð páskadags, heldur einnig tíminn milli páskadags og hvítasunnu. Alla þessa daga verða kirkjur landsins skreyttar með hvítum eða gylltum. Við ætlum að lesa ritningarlestrana fyrir næstkomandi sunnudag og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þema… Read More »Góði hirðirinn

„Friður sé með yður!“

Jesús er upp risinn frá dauðum, og að kveldi fyrsta páskadags útskýrir hann fyrir postulum sínum hvað þetta þýðir. Hann hefur keypt frið við Guð fyrir alla menn. Postularnir, sem sjónarvottar þessa, eiga að prédika þetta fagnaðarerindi um allan heim.

Friður sé með yður

Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í páskatíma og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum eða gylltum, eins og þær eru allan páskatímann, þ.e.a.s fram að Hvítasunnu. Guðspjall dagsins er úr frásögn Jóhannesarguðspjalls af kvöldi páskadags. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlesturinn er texti úr spádómsbók Jesaja, og það er bók sem við höfum talað um áður í þessum þætti. Jesaja spámaður var uppi á þeim tíma þegar konungsríkið Ísrael var klofið í tvær þjóðir, norðurríkið Ísrael og suðurríkið Júda, og varð hann vitni af því að norðurríkið leið undir lok, meðan suðurríkinu… Read More »Friður sé með yður

Hinn krossfesti lifir

Í frumkirkjunni var snemma farið að lesa ákveðna ritningarlestra á ákveðnum tímum. Fyrst var það páskar og hvítasunna og svo jólahátíðin. Það var talið mikilvægt að fara yfir og kenna þessi texta þessarra hátíða allavega einu sinni á ári. Svo bættist smám saman ýmislegt annað við. Eftir nýár voru lesnir textar um opinberun á dýrð Krists, og á undan jólum og páskum komu föstutímar með þar til heyrandi áherslum. Svo bættust við dagar eins og dagur Jóhannesar skírara, eða Jónsmessa og dagur Stefáns píslavottar annan jóladag. Þá voru lesnir viðeigandi… Read More »Hinn krossfesti lifir