Skip to content

maí 2022

Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 24. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Fyrri ritningarlestur Fyrri ritningarlestur er að finna í spádómsbók Esekíel, 37. kafla. Lesturinn er því úr þriðja og síðasta hluta bókarinnar, sem nær yfir kafla 33-48. Þessir kaflar tala til hinnar herleiddu ísraelsþjóðar á tíma Babýlon, og um komandi endurreisn þjóðarinnar, sem og nýtt musteri í Jerúsalem frá og með kafla 40. Það á við hér eins og… Read More »Lýður Guðs sameinaður (6. sunnudagur páskatímans)

Þrír ritningarlestrar um dauðann

Páll postuli kennir okkur að kristnir menn eigi ekki syrgja eins og hinir, sem enga von eiga (1 Þess 4:13). Drottinn okkar lifir! Hann hefur troðið dauðann og gröfina, okkar gömlu fjendur, undir fótum sér, og þeir geta ekki lengur rifið alla hluti í sig (1 Kor 15:25). Hér að neðan munum við fjalla nánar um eðli þeirrar vonar sem við eigum, og hvað það er sem mætir vinum okkar og fjölskyldu sem dáið hafa í trúnni á Krist. Það eru þrír ritningartextar sem ég vil að þú þekkir vel.… Read More »Þrír ritningarlestrar um dauðann

Að vaxa í trú

Þátturinn er á dagskrá Lindarinnar þriðjudaginn 10. maí kl 9:00, og er endurfluttur fimmtudag kl 13:00 og laugardag kl 16:00. Þegar þátturinn kemur í app lindarinnar, kemur hér einnig tengill í upptökuna. Sunnudagurinn kemur er fjórði sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum lit eða gylltum, sem er litur Krists og sérlegra hátíða hans. Við ætlum að lesa ritningarlestra sunnudagsins og tala aðeins um það samhengi sem þeir standa í. Þegar textarnir eru notaðir í kirkjunni, þá eru þeir að mörgu leyti teknir úr sínu samhengi og settir… Read More »Að vaxa í trú

Ný sköpun

Hér kemur tengill í upptöku á appi Lindarinnar Sunnudagurinn kemur er þriðji sunnudagur páskatímans og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítu, eins og allan páskatímann. Páskatíminn tími í  kirkjunni, sem hefst með páskum og lýkur með hátíðarhöldum Hvítasunnu. Það eru 40 dagar frá páskamorgni til Uppstigningardags, og er það sá tími þegar Jesús endurtekið birtist lærisveinum sínum eftir upprisu sína. Þá taka við enn 10 dagar þegar lærisveinarnir biðu þess að taka við Heilögum anda, og hefja kristniboð kirkjunnar. Það er sem sagt tíminn milli þessara dagar sem við köllum… Read More »Ný sköpun

„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“

Ég var sennilega bara krakki þegar ég vissi hvernig ég vildi verja lífinu. Ég vissi snemma að ég vildi eignast eigin fjölskyldu, og ég vildi annað hvort vera prestur eða kokkur. Með öðrum orðum vildi ég annað hvort bera fram venjulega fæðu eða andlega fæðu. Á unglingsárum mínum talaði ég við hina og þessa um áætlanir mínar. Ég kynntist mörgum kristnum unglingum, sem og eldra fólki, sem voru brennandi í trúnni. Það hljómar kannski furðulega, en þó nokkrir óttuðust að guðfræðinám myndi eyðileggja trúna hjá mér. „Þú finnur ekki Guð… Read More »„Þú finnur ekki Guð í guðfræðinni…“