Skip to content

júlí 2022

Falin perla

Í þekktri dæmisögu líkir Jesús himnaríki við kaupmann nokkurn sem leitaði að fögrum perlum. Þegar hann fann eina slíka perlu, fór hann og seldi allt, sem han átti, og keypti perluna (Matt 13:44-46). Eins og í svo mörgum dæmisögum Jesú, er ákveðnum hlut líkt við himnaríki. Og eins í svo mörgum þeirra er því líkt við hlut sem sögupersónan finnur, og er honum eða henni dýrmætur. Flest okkar þekkja til dæmis sögurnar um týnda sauðinn, týndu drökumuna (koparpeninginn) og týnda soninn, sem allar er að finna í 15. kafla Lúkasarguðspjalls.… Read More »Falin perla

Eins og heiðingi eða tollheimtumaður…

Jesus gaf okkur ferli fyrir sáttagjörð meðal kristinna manna. Þó, ef ekkert gengur, sé han þér eins og heiðingi eða tollheimtumaður. Hvað á Jesús við með því, og er það endirinn á málinu?

Guðsþjónusta 11. september

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 11. september kl 11:00, sem er 13. sunnudagur efir Þrenningarhátíð. Fyrri ritningarlestur Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur. Þá mælti Drottinn til Kains: „Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? Er því ekki þannig farið: Ef… Read More »Guðsþjónusta 11. september

Hvalfjarðargöng

Göngin

Einu sinni þegar ég var í barnaskóla var ákveðið að fara í ferðalag út í Hafnarfjarðarhraun. Ferðinni var heitið á Helgafell, en fyrst var stoppað við hinn svokallaða 90 metra helli. Margir fóru inn, en sennilega voru fáir sem skriðu alla leið inn í botninn…