Skip to content

nóvember 2022

Hvers vegna höldum við Aðventu?

Aðventan er tími til undirbúnings fyrir jólahátíðina. Í dag einkennist hún gjarnan af allskonar hlutum sem þar að gera, jólagjafaverslun, kökum, góðum mat og drykk, jólahlaðborðum og öðrum allsnægtum. En aðventan hefur líka sérstakan boðskap.

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Einföld leið til bænar

Ég veit ekki hvort það er mýta að hárgreiðslufólk sitji á mörgum leyndarmálum. Það er kannski ekki ósennilegt að viðskiptavinir séu tilbúnir til að opna sig fyrir vingjarnlegum klippara, sem þeir leyfa að snerta höfuð sitt, og treysta fyrir hári sínu, en halda samt ákveðinni fjarlægð við. Sérstaklega þegar hárskerinn hefur tamið sér kurteisislegt smáspjall. Það er allavega góð byrjun. Árið 1535 tók hárskerinn Pétur Baskendorf við þekktum viðskiptavini, siðbótarmanninum Marteini Lúter. Að þessu sinni var það hárskerinn sjálfur sem þurfti á því að halda að geta opnað sig fyrir… Read More »Einföld leið til bænar

Borðbænin

Á mínu heimili þar sem ég ólst upp var maturinn aldri snertur áður en borðbæn hafði verið beðin eða sungin. Sem fullorðinn maður og fjölsyldufaðir hef ég haldið í þessa hefð. Gestum getur þótt hefðin vera svolítið furðuleg en virðast alltaf bera virðingu fyrir henni. En það er þó eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna biðum við alltaf borðbæn? Þessi hefð hefst með Drottni sjálfum, og sköpunarverki hans. Við lærum um hann í fyrstu grein trúarinnar: Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Hvað er það? Svar:… Read More »Borðbænin

Allraheilagramessa

Hvers vegna höldum við allraheilagramessu í lúthersku kirkjunni? Í þessu stutta myndskeiði gef ég tvær ástæður fyrir því.