Skip to content

desember 2022

Að telja daga sína

Við afmælisdaga, áramót og önnur merk tímamót er venja að horfa um öxl á hið liðna, og fram á við í átt að hinu óþekkta. Kristin trú kennir okkur líka að minnast þess að við höfum takmarkaðan tíma, og þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við munum öll deyja. 90. Sálmur segir því: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

Friður á jörðu

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14) Þetta sungu englarnir á jólanótt, og kirkjan endurtekur líka orðin í hverri messu. Það er furðulegur boðskapur, ef maður hugsar um það hversu heimurinn er markaður af alls konar ófriði. Hvernig má þetta vera?

Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Jólin eru hátíðin þar sem við höldum upp á fæðingu Jesú Krists, með því að rifja upp, lesa og endurnýja í huga okkar jólaguðspjallið. Sem kristin kirkja leggjum við áherslu á að þekkja þessa sögu vel, því hún mótar okkur sem lýð Guðs. Á jólahátíðinni kemur einnig jólasveinninn til byggða, og er hann orðinn hluti af jólahaldinu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Að því leiti til, ber Jesú og jólasveininum saman: Þeir koma báðir um jólin. Ég ætla að benda á þrjú önnur atriði til samanburðar. Gjafir Jólasveinninn og… Read More »Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Eru jólin heiðin hátíð?

Sú skoðun hefur aukist í vinsældum að jólahátíðin sé í raun af heiðnum uppruna og sé þess vegna raunverulega heiðin hátíð. Er eitthvað til í þessari kenningu, og hvernig ber að svara henni? Hver er uppruni jólahátíðarinnar og hvaða máli skiptir hann?