Skip to content

Sakarías Ingólfsson

Sakarías Ingólfsson er menntaður guðfræðingur frá Fjellhaug internasjonale høgskole οg hefur stundað viðbótarnám við Concordia Theological Seminary í Ft. Wayne Indiana. Á árunum 2012-2020 starfaði hann sem forstöðumaður safnaðar norska kristniboðssambandsins í Molde. Frá 2020 hefur hann starfað sem sóknarprestur Messíaskirkunnar í Osló.

Að telja daga sína

Við afmælisdaga, áramót og önnur merk tímamót er venja að horfa um öxl á hið liðna, og fram á við í átt að hinu óþekkta. Kristin trú kennir okkur líka að minnast þess að við höfum takmarkaðan tíma, og þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við munum öll deyja. 90. Sálmur segir því: Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

Friður á jörðu

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14) Þetta sungu englarnir á jólanótt, og kirkjan endurtekur líka orðin í hverri messu. Það er furðulegur boðskapur, ef maður hugsar um það hversu heimurinn er markaður af alls konar ófriði. Hvernig má þetta vera?

Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Jólin eru hátíðin þar sem við höldum upp á fæðingu Jesú Krists, með því að rifja upp, lesa og endurnýja í huga okkar jólaguðspjallið. Sem kristin kirkja leggjum við áherslu á að þekkja þessa sögu vel, því hún mótar okkur sem lýð Guðs. Á jólahátíðinni kemur einnig jólasveinninn til byggða, og er hann orðinn hluti af jólahaldinu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Að því leiti til, ber Jesú og jólasveininum saman: Þeir koma báðir um jólin. Ég ætla að benda á þrjú önnur atriði til samanburðar. Gjafir Jólasveinninn og… Read More »Jólasveinninn og Jesús: 4 atriði til samanburðar

Eru jólin heiðin hátíð?

Sú skoðun hefur aukist í vinsældum að jólahátíðin sé í raun af heiðnum uppruna og sé þess vegna raunverulega heiðin hátíð. Er eitthvað til í þessari kenningu, og hvernig ber að svara henni? Hver er uppruni jólahátíðarinnar og hvaða máli skiptir hann?

Hvers vegna höldum við Aðventu?

Aðventan er tími til undirbúnings fyrir jólahátíðina. Í dag einkennist hún gjarnan af allskonar hlutum sem þar að gera, jólagjafaverslun, kökum, góðum mat og drykk, jólahlaðborðum og öðrum allsnægtum. En aðventan hefur líka sérstakan boðskap.

Annað boðorð: Nafn Jesú geymir hjálpræðið

Þegar ég var krakki skildum við oft annað boðorðið (Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma) annað hvort sem bann við því að blóta, eða að nota nafn Guðs óvarlega. En lítið var sagt um ástæðuna. Guð opinberar nefnilega ekki nafn sitt að óþörfu, heldur til þess að frelsa okkur í því. Eins og postulinn Pétur sagði á í 4. kafla postulasögunnar, 12. versi: „Ekki er hjálæpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“

Einföld leið til bænar

Ég veit ekki hvort það er mýta að hárgreiðslufólk sitji á mörgum leyndarmálum. Það er kannski ekki ósennilegt að viðskiptavinir séu tilbúnir til að opna sig fyrir vingjarnlegum klippara, sem þeir leyfa að snerta höfuð sitt, og treysta fyrir hári sínu, en halda samt ákveðinni fjarlægð við. Sérstaklega þegar hárskerinn hefur tamið sér kurteisislegt smáspjall. Það er allavega góð byrjun. Árið 1535 tók hárskerinn Pétur Baskendorf við þekktum viðskiptavini, siðbótarmanninum Marteini Lúter. Að þessu sinni var það hárskerinn sjálfur sem þurfti á því að halda að geta opnað sig fyrir… Read More »Einföld leið til bænar