Skip to content

Sakarías Ingólfsson

Sakarías Ingólfsson er menntaður guðfræðingur frá Fjellhaug internasjonale høgskole οg hefur stundað viðbótarnám við Concordia Theological Seminary í Ft. Wayne Indiana. Á árunum 2012-2020 starfaði hann sem forstöðumaður safnaðar norska kristniboðssambandsins í Molde. Frá 2020 hefur hann starfað sem sóknarprestur Messíaskirkunnar í Osló.

Gott og jákvætt lútherskt efni á netinu

Við vonum að þú finnir ýmislegt gott efni hér á jelk.is, sem og á YouTube rás okkar. Það er þó mikið gott efni til á netinu, og í þessari færslu ætlum við að segja frá nokkrum góðum hlaðvörpum og YouTube rásum. Hlaðvarp: Issues etc Issues etc. er lúterskur spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi, Todd Wilken, ræðir við gesti um alls kyns málefni sem á einhvern hátt tengjast kristinni trú. Málefnin fara þó mjög víða, allt frá kristinni guðfræði og grundvallarkennslu til margmiðlunar og kvikmyndagagnrýni. Rætt er um stöðu trúarinnar í nútíma… Read More »Gott og jákvætt lútherskt efni á netinu

Persónuverndarstefna JELK og LKNI

Sist oppdatert 20. januar 2022 Den lutherske kirke i Norge eksisterer for å plante og veilede menigheter som ved Ord og sakrament kan hjelpe kirkens medlemmer og deres barn til å vokse i troen på Jesus. Vi vil føre mennesker i eget og andre land til tro på Jesus og derigjennom hjelpe til med å plante nye menigheter. For å utføre vår tjeneste som kirkesamfunn behandler vi en del personopplysninger. Formålet med denne erklæringen er å synliggjøre hvordan og hvorfor LKN som kirkesamfunn samler inn, håndterer og sikrer personopplysninger. På… Read More »Persónuverndarstefna JELK og LKNI

Lög (samþykktir) LKNI

Hér fyrir neðan er íslensk þýðing samþykkta Lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi, LKNI, sem JELK starfar undir. Lögin voru samþykkt á stofnfundi í Osló, 17. september 2006, endurskoðað 10. mai 2015 með virkni frá og með 16. januar 2016. Ný endurskoðun 25. mars 2017 og 17. mars 2018. Breyting á grein § 1 20. mars 2021. Breyting á grein § 8 b 25. mars 2023. Íslensk þýðing 15. febrúar 2024. Frumrit á norsku má nálgast á eftirfarndi slóð: https://lkn.no/2020/vedtekter/ Efnisyfirlit Lög Lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi,… Read More »Lög (samþykktir) LKNI

Getur maður fyrirgefið syndir?

Greinin hér að neðan er skrifuð á ensku fyrir jelk.is og þýdd á íslensku. Upplýsingar um höfundinn er að finna neðan við greinina. Í kirkjunni þar sem ég þjóna hefst guðsþjónustan venjulega með því að við játum syndir okkar. (Við bjóðum reyndar líka uppá einkaskriftir, þar sem einstaklingur í einrúmi með prestinum, játar þær syndir sem angra hann. Hvort sem þú þekkir hið fyrra, síðara eða hvorugt, þá á eftirfarandi við um hvort tveggja.) Venjulega er gefin stutt þögn til að gefa hverjum og einum rúm til að íhuga þær… Read More »Getur maður fyrirgefið syndir?

Ný þáttaröð af Undirbúningi fyrir sunnudag

Fimmtudaginn 7 . september hefst ný þriggja mánaða löng þáttaröð af útvarpsþættinum Undirbúningur fyrir Sunnudag. Í þessum þáttum fer Sakarías Ingólfsson yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags. Þættirnir verða á dagskrá Lindarinnar fimmtudaga kl 9:00, og verða endurteknir föstudaga kl 18:00 og laugardaga kl 14:00. Upptökur af þáttunum má nálgast á appi Lindarinnar og á YouTube-rás JELK.

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi. 1 Mós 2:18 Í Biblíunni byrjar skilgreiningin á hjónabandinu með þessari einföldu athugun. Það er Guð sjálfur sem talar, eftir að hafa skapað manninn. Samkvæmt sköpunarsögunni í Fyrstu mósebók, öðrum kafla, hefur enginn maður, hvorki fyrr né síðar verið eins einsamall og einmitt Adam. Það var ekki einungis það að hann vantaði lífsförunaut, heldur var hann eina mannveran sem til var. Það að hann var umkringdur annars konar lífi, bæði plöntum og dýrum, breytti… Read More »Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall…

Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Kirkjuárið Kirkjuárinu má skipta í tvo megin helminga. Fyrri helmingurinn markast af þremur megin hátiðum kristninnar. Hann byrjar á aðventu og jólum, þá kemur fasta og páskar og að lokum páskatími og hvítasunna. Þetta er sá helmingur kirkjuársins þegar við fylgjum sögunum af Jesú, að hluta til í rauntíma. Síðari hlutinn hefst með Þrenningarhátíð eða Trínítatis, og á eftir henni koma sunnudagar eftir þrenningarhátíð. Í þessum helmingi kirkjuársins eru engar megin hátíðir, og því meiri áhersla á kenningu Jesú. Sunnudagurinn kemur er sjálf þrenningarhátíðin, og hún leggur áherslu á heilaga… Read More »Undirbúningur fyrir þrenningarhátíð

Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag

Fyrir mörgum merkir uppstigningardagur lögboðinn frídag, eða í það minnsta dag þegar vinnuveitandi þarf að greiða hátíðarálag. Flestir gera sér kannski grein fyrir að uppstigningardagur er kristin hátíð, og hugsanlega að hún tengist því sem við segjum í trúarjátningunni: Að Jesús „steig upp til himna, settist við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.“ En hvað þýðir það að Jesús hafi stigið upp til himna, og hvernig getur það samræmst kveðjuorðum hans í lok Matteusarguðspjalls: „Sjá, ég er með yður alla daga allt… Read More »Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag