Skip to content

Sakarías Ingólfsson

Sakarías Ingólfsson er menntaður guðfræðingur frá Fjellhaug internasjonale høgskole οg hefur stundað viðbótarnám við Concordia Theological Seminary í Ft. Wayne Indiana. Á árunum 2012-2020 starfaði hann sem forstöðumaður safnaðar norska kristniboðssambandsins í Molde. Frá 2020 hefur hann starfað sem sóknarprestur Messíaskirkunnar í Osló.

Guðsþjónusta 17. júlí kl 11:00

Guðsþjónusta í Friðrikskapellu. Ritningarlestrar eru Jer 1:4-10 og 1 Pét 2:4-10. Guðspjall dagsins er Lúk 5:1-11 en prédikað verður yfir síðari ritningarlestri.

Guðsþjónusta 12. júní kl 11:00

Guðsþjónusta í Friðrikskapellu. Ritningarlestrar eru Jes 6:1-8 og Róm 11:33-36. Guðspjall dagsins er Jóh 3:1-13, en prédikað verður yfir fyrri ritningarlestri.

Hvað er iðrun?

Hvað er iðrun? Hægt er að tala um hana í mjóum skilningi, þ.e. sem ótta og sorg yfir því að hafa brotið gegn vilja Guðs, eða í breiðum skilningi, sem einnig inniheldur trú. Án trúar er iðrunin aldrei fullkomin. Í þessu myndskeiði er sagt frá iðrun í breiðum skilningi.