Skip to content

Sakarías Ingólfsson

Sakarías Ingólfsson er menntaður guðfræðingur frá Fjellhaug internasjonale høgskole οg hefur stundað viðbótarnám við Concordia Theological Seminary í Ft. Wayne Indiana. Á árunum 2012-2020 starfaði hann sem forstöðumaður safnaðar norska kristniboðssambandsins í Molde. Frá 2020 hefur hann starfað sem sóknarprestur Messíaskirkunnar í Osló.

Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag

Fyrir mörgum merkir uppstigningardagur lögboðinn frídag, eða í það minnsta dag þegar vinnuveitandi þarf að greiða hátíðarálag. Flestir gera sér kannski grein fyrir að uppstigningardagur er kristin hátíð, og hugsanlega að hún tengist því sem við segjum í trúarjátningunni: Að Jesús „steig upp til himna, settist við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.“ En hvað þýðir það að Jesús hafi stigið upp til himna, og hvernig getur það samræmst kveðjuorðum hans í lok Matteusarguðspjalls: „Sjá, ég er með yður alla daga allt… Read More »Þess vegna höldum við upp á uppstigningardag

Grundvöllur bænarinnar

Sunnudagurinn kemur er 5. sunnudagur eftir páska, einnig kallaður 6. sunnudagur páskatímans. Þetta er síðasti sunnudagur fyrir uppstigningardag, og það hefur lengi verið hefð fyrir því að hefja á honum daglega bænagjörð fram að uppstigningardegi. Þá er gjarnan beðið fyrir landi og þjóð, góðri uppskeru og vernd Guðs yfir uppskeru ársins. Hugsið ykkur hvað þetta er frábær siður. Þegar við mörkum vorið með þessum hætti, játum við að það er Guð sem hefur skapað og gefið okkur alla hluti. Hann heldur náttúrinni gangandi, hann gefur sólskin og rigningu, og hann… Read More »Grundvöllur bænarinnar

Kærleikur í verki

Textarnir á sunnudag eru eftirfarndi. Fyrri lestur er úr hinum svokölluðu apókrýfuritum gamla testamentisins. Það er hópur bóka sem allment teljast ekki til Biblíunnar, en hafa þó oft fylgt henni. Lesturinn er hluti af lofgjörðar- og þakkarbæn, í lok Tóbítsbókar, nánar tiltekið 13. kafla, versum 1-5 og 8. Hér horfir megin persóna bókarinnar, Tóbít, um öxl, og sér handleiðslu Drottins gegnum mikla erfiðleika.‌‌ Síðari ritningarlesturinn er úr fyrsta bréfi Jóhannesar, hinu allmenna, 4. kafla, versum 10-16. Hér er talað skýrum orðum um kærleikann, hvað hann er og hvaðan hann kemur,… Read More »Kærleikur í verki

Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Fyrri ritningarlestur: Sálm 126 ‌Það er í raun alveg óskiljanlegt að Biblían skuli hafa sína egin sálmabók, og samt sem áður höfum við enga virka hefð fyrir því að syngja þessa sálma og læra þá utanað. En til þess eru þeir. Til að kunna þá. Til að sygja þá, raula þá við störfin sín, velta þeim fyrir sér, og læra af þeim. Sálmar Biblíunnar gefa okkur jafnvel orð til þess að ávarpa Drottinn þegar okkur vantar eigin orð. Margir þeirra tala líka eins og samfélag, og sálmur 126 er einmitt… Read More »Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið

Guðsþjónusta 23. apríl

Velkomin á guðsþjónustu í Friðrikskapellu, sunnudaginn 23. apríl kl 11:00, sem er 2. s unnudagur páskatímans. Fyrri ritningarlestur Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,leiðir mig að vötnum,þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína,leiðir mig um rétta vegufyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,óttast ég ekkert illt,því að þú ert hjá mér,sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borðframmi fyrir fjendum mínum,þú smyr höfuð mitt með olíu,bikar minn er barmafullur. Já, gæfa… Read More »Guðsþjónusta 23. apríl

Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)

‌Fyrri ritningarlestur: Sálmur 23 ‌Fyrri ritningarlestur er að finna í Sálmunum, nánar tiltekið sálmi 23, sem margir kunna utanbókar. Þetta er augljóslega sálmur eftir Davíð konung, sem ber með sér minningar hans frá þeim tíma þegar hann var ungur maður, og gætti hjarða föður síns í nágreni við heimaþorp sitt, Betlehem. Það er fallegt að hugsa til þess að sálmur 23 lýsi að eihverju leyti þeim vötnum, grænu grundum og dölum þar sem Davíð ferðaðist, og þar sem aðrir hirðar ferðuðust nokkur hundruð árum síðar. Þá á ég við þá… Read More »Hirðirinn. (3. sunnud. pákatímans)