Skip to content

Biblíulestur á Zoom

Velkomin á biblíulestur á Zoom fimmtudaginn 24. mars kl 19:00.

Til að tengjast Zoom, er hægt að nota eftirfarandi beinan tengil:

Beinn tengill: https://us02web.zoom.us/j/89214546933..

Eða opna Zoom-forritið og setja inn eftirfarandi upplýsingar:
Meeting ID: 892 1454 6933
Passcode: jelk

Biblíulestur: Mark 10:17-31

17Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“
18Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.'“
20Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“
21Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ 22En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir.
23Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“
24Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú, en hann sagði aftur við þá: „Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. 25Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“
26En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: „Hver getur þá orðið hólpinn?“
27Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“
28Þá sagði Pétur við hann: „Vér yfirgáfum allt og fylgdum þér.“
29Jesús sagði: „Sannlega segi ég yður, að enginn hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, móður eða föður, börn eða akra vegna mín og fagnaðarerindisins, 30án þess að hann fái hundraðfalt aftur, nú á þessum tíma heimili, bræður og systur, mæður, börn og akra, jafnframt ofsóknum, og í hinum komandi heimi eilíft líf. 31En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.“

Úr fræðunum minni

Níunda boðorð

Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

Hvað er það? Svar: Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér eigi sækjumst eftir arfi eða húsi náunga vors með brögðum né drögum oss það með yfirskini réttinda o.s.frv., heldur styðjum hann og styrkjum að halda því.

Tíunda boðorð

Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.

Hvað er það? Svar: Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér eigi drögum, kúgum né tælum frá náunga vorum konu hans, hjú eða fénað, heldur höldum þeim til að vera kyrr og vinna það, er þeim ber.

Hvað segir nú Guð um öll þessi boðorð?

Svar: Hann segir svo: „Ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgerða feðranna á börnunum í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata; en auðsýni miskunn í þúsund liðu, þeim sem elska mig og varðveita boðorð mín.“ (2M 20.5-6).

Hvað er það? Svar: Guð hótar að hegna öllum þeim, sem brjóta þessi boðorð. Þess vegna eigum vér reiði hans að óttast og ekki gegn slíkum boðum að breyta. En öllum þeim, sem halda boðorð þessi, lofar hann náð og öllu góðu. Þess vegna eigum vér og hann að elska, honum að treysta og eftir hans boðum gjarnan að breyta.