Á mínu heimili þar sem ég ólst upp var maturinn aldri snertur áður en borðbæn hafði verið beðin eða sungin. Sem fullorðinn maður og fjölsyldufaðir hef ég haldið í þessa hefð. Gestum getur þótt hefðin vera svolítið furðuleg en virðast alltaf bera virðingu fyrir henni. En það er þó eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna biðum við alltaf borðbæn?
Þessi hefð hefst með Drottni sjálfum, og sköpunarverki hans. Við lærum um hann í fyrstu grein trúarinnar:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Hvað er það? Svar: Ég trúi að Guð hafi skapað mig og alla hluti, hafi gefið mér líkama og sál, augu, eyru og alla limi, skynsemi og öll skilningarvit og haldi því enn við; auk þess klæði og skæði, mat og drykk, hús og heimili, maka og börn, akur, fénað og öll gæði; sjái mér ríkulega og daglega fyrir öllum þörfum og fæðslu þessa líkama og lífs . . .
Fræðin minni, fyrsta grein: Um sköpunina
Ritningin kennir okkur að Guð hafi ekki einungis skapað alla hluti, en að hann haldi þeim líka við. Það er hann sem sér okkur fyrir fæðu og öllum þörfum daglegs lífs. Það er nákvæmnlega það sem við biðjum hann um að gera þegar við biðjum bæninna „Gef oss í dag vort daglegt brauð“.
Vissulega kallar Guð alls konar fólk til að koma þessu til leiðar. Þegar Guð gefur korninu á akrinum vöxt, kallar hann Bóndann til að rækta það, slá og þreskja. Kornið er síðan flutt til myllunnar og þar er búið til mjöl úr því. Mjölið er síðan uppistaðan í brauðdeginu. Að lokum er brauðið keyrt í verslanir þar sem við kaupum það. Vissulega höfum við tekið þátt í þessu starfi, en það er Guð sem liggur að baki.
Þegar við biðjum borðbænina okkar, viðurkennum við að það er Guð sem er skaparinn, og við sem erum sköpunin. Við sjáum ekki ekki fyrir þörfum hans, heldur er það hann sem sér fyrir þörfum okkar, hvort sem hann gerir það beint eða fyrir þjónustu annarra. Borðbænin er á einum og sama tíma játning trúarinnar á hann sem skaparann, sem og tjáning á þakklæti okkar til Guðs.