Dymbilvikan er runnin í garð og við fylgjum Kristi gegnum píslarsöguna. Að mörgu leyti hefst hún á pálmasunnudag þegar Jesus kemur inn í Jerúsalem borg rétt fyrir páskahátið Gyðinga. Borgin var stútfull af fólki sem kom allstaðar að til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sumir höfðu jafnvel ferðast vikum saman, og það er varla hægt að ofmeta stemninguna sem hlýtur að hafa skapast.
Þegar sex dagar eru eftir til páska kemur Jesú ríðandi inn í borgina á baki ösnufola. Í samræmi við spádóm Sakaría spámanns í Sak 9:9, var þetta konungstákn sem ísraelsmenn könnuðust við. Þeir veifuðu pálmagreinum og hrópuðu „Bjarga þú“ (hebr. Hósíanna). Ekki leikur vafi á því að þeir skildu mikilvægi atburðarins.
Þaðan lá leiðin inn í musterið. Jesús rak út sölumenn og víxlara. Vissulega þurftu margir á þjónustu þeirra að halda í kring um hátíðarnar. Ísraelsmönnum leyfðist að kaupa páskalamb á staðnum, fremur enn að taka það með sér ef þeir bjuggu langt undan. Það réttlætti hinsvegar ekki að gera musterið að markaðstorgi. Þar var samkomustaður Guðs og manna, og því var það helgaður bænastaður.
Skírdagur
Á skírdag neytti Jesús páskamáltíðarinnar með lærisveinum sínum. Á meðan henni stóð stofnaði hann nýja páskamáltið fyrir lærisveina sína, sem þeir hafa neytt alla tíð síðan. Við köllum þesa máltíð ýmsum nöfnum: Máltíð Drottins, Altarisgöngu, Brauðsbrotningu o.s.frv. Þótt hún líkist páskamáltið gyðinga að ákveðnu leyti er hún einnig frábrugðin. Því Máltíð Drottins er bundin loforðum Krists: „Fyrir yður gefin til fyrirgefninga syndanna.“
Föstudagurinn langi
Að lokinni páskamáltíðinni gekk Jesús ásamt lærisveinum sínum út í garðinn Getsemane til að biðjast fyrir. Þar var hann fundinn og tekinn höndum af rómverskum hermönnum, og fluttur í hús æðsta prestsins. Gyðingar héldu um nóttina réttarhöld, sem varla gátu talist lögleg. Engu að síður dæmdu þeir hann til dauða fyrir að segjast vera sonur Guðs.
Ráðamenn gyðinga ákáðu að framselja Jesú Pontíusi Pílatusi, sem var rómverskur landsstjóri í Júdeu. Samkvæmt lögum rómverja hafði hann einn rétt til að veita dauðadóm, og ráðamenn gyðinga ákváðu að virða þau lög að þessu sinni. Hvorki Pílatus né Heródes, konungur í Galíleu, fundu Jesú sekan um að brjóta rómversk lög. Gyðingar gengu þó svo hart að Pílatusi að hann þorði ekki annað en að gefa eftir og framselja Jesú til krossfestingar.
Föstudaginn langa var Jesús, var Jesús krossfestur, og dó síðdegis. Rómverskur hermaður stakk spjóti sínu gegnum hlið Jesú og inn í hjartað til að ganga úr skugga um að hann væri raunverulega liðinn. Hann var grefraður sama dag samkvæmt lögum gyðinga.
Páskadagur
Allan laugardag, hvíldardag gyðinga, lá Jesús kyrr í gröf sinni. Sannarlega höfðingi hvíldardagsins.
Að morgni fyrsta degi vikunnar hafði Jesús sigrað dauðann og reis aftur upp. Hann opnaði gröfina og gekk út. Þannig ruddi hann leið einnig fyrir all þá sem á hann trúa og bindast honum í heilagri skírn. Upprisa Krists frá dauðum gefur okkur vonina um að einnig við munu rísa frá gröfum okkar á hinsta degi.
Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.
Róm 6:3-5
Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans.