Skip to content

Friður sé með yður

Upprisa Krists frá dauðum er boðskapur páskadags. Upprisan er ekkert smáræði. Henni fylgir friður Drottins til okkar. Í frásögn Jóhannesarguðspjalls hljóma þessi orð þrisvar sinnum í 20. kafla.

Að kvöldi páskadags voru allir postularnir nema Tómas saman komnir og höfðu læst dyrunum af ótta við gyðinga. Enn höfðu þeir ekki séð Krist upprisinn, og þótt þeyr höfðu heyrt vitnisburð kvennana, voru þeir óvissir um hverju þeir áttu að trúa.

Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu.

Jóh 20:21-22

Fyrsta skiptið sem Jesus lýsir yfir friði við lærisveinana, sýnir hann þeim hvað þessi friður er: Ekki bara góð tilfinning, heldur meira til. Jesús sagði lærisveinunum að þeir ættu raunverulegan og dýrkeyptan frið við Guð. Frið, sem kostaði dauða hans og upprisu, og sem hann enn bar merki um á höndum sínum og á síðu sinni. Öll skuld við Guð hefur verið greidd með „hans heilaga og dýrmæta blóði og hans saklausu pínu og dauða.“

En friður Drottins var aldri ætlaður postulunum einum. Þess vegna hljóma orðin nú öðru sinni:

Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“

Jóh 20:21

Postularnir, sem tekið höfðu við friði Krists, áttu nú að predíka sama frið til allra þjóna. Jesús sendir frið sinn með þeim og gerir þá að þjónum sáttargjörðarinnar við Guð. Frá hálfu Drottins er allt klárt, og hefur verið fullkomnað. Hann kallar þjóna sína til að bera fram þennan gleðiboðskap að Guð hefur sætt alla menn við sig gegnum dauða og upprisu Krists.

Til hvers myndi nokkur vilja þrjóskast við og halda í ósætti sitt við Guð? Hverjum skyldi detta í hug að afneita honum og vilja ekki trúa þessum boðskap? Einn þeirra var postulinn Tómas. Þegar hinir postularnir sögðu honum frá, neitaði hann að trúa nema að hann sæi hinn upprisna Krist, og fengi að koma við sár hans.

Tómasi varð að ósk sinni viku síðar, allir postularnir, að Tómasi meðtöldum, voru aftur saman komnir.

Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!

Jóh 20:26

Tómasi er gefinn sami boðskapur og hinir postularnir höfðu fengið að morgni páskadags: Boðskapurinn um frið við Guð. Með hinum postulunum fékk hann þau forréttindi að vera sjónarvottur um hinn upprisna Krist. Svarið lét ekki á sér standa, heldur játaði hann strax trú sína með orðunum „Drottinn minn og Guð minn!“

Okkur sem lifum 2000 árum síðar er ekki gefin sömu forréttindi, þ.e. að vera sjónarvottar um hinn upprisna Krist. Hinsvegar er okkur gefið sama loforð um frið við Guð. Það er raunverulegur friður, sem merkir að Guð er ekki óvinur okkar heldur vinur. Stundum getum við fundið þennan frið í hjörtum okkar, og stundum ekki. En friður Guðs er hlutbundinn og ekki háður tilfinningum okkar. Hann er bundinn við sár Krists: Dauða hans og upprisu. Þessvegna er líka sagt um þennan frið að hann sé æðri skilningi okkar.

Eins og tilvikið er um öll loforð er einungis hægt að taka við loforðinu um frið Guðs með því að trúa því og treysta. Þess vegna segir Jesús að lokum:

Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.

Joh 20:29