Sunnudagurinn kemur er annar sunnudagur í páskatíma og kirkjur landsins verða skreyttar með hvítum eða gylltum, eins og þær eru allan páskatímann, þ.e.a.s fram að Hvítasunnu. Guðspjall dagsins er úr frásögn Jóhannesarguðspjalls af kvöldi páskadags.
Fyrri ritningarlestur
Fyrri ritningarlesturinn er texti úr spádómsbók Jesaja, og það er bók sem við höfum talað um áður í þessum þætti.
Jesaja spámaður var uppi á þeim tíma þegar konungsríkið Ísrael var klofið í tvær þjóðir, norðurríkið Ísrael og suðurríkið Júda, og varð hann vitni af því að norðurríkið leið undir lok, meðan suðurríkinu Júda var bjargað.
Jesajabók má skipta í fyrri og síðari hluta, þ.e. kafla 1-39 og svo kafla 40-66. Innan þessara hluta eru síðan ýmsar minni einingar. En ef við höldum svona tvískiptingu, þá má segja að fyrri hlutinn tali að miklu leyti um ríki jarðarinnar, bæði suðurríkið Júda og þjóðirnar í kring um hana.
Síðari hlutinn horfir fram á við. Suðurríkið mun líka bíða ósigur fyrir árásarmönnum, og þjóðin verður hernumin og flutt í útlegð. Sú útlegð er þó tímabundin og ísraelsþjóð mun koma aftur í land sitt. En bókin geymir huggunarorð til hinna herleiddu, og þannig sýnir hún þeim að allt hefur átt sér stað samkvæmt vilja Guðs, og að hann er enn við völd. Herleiðingin er bara tímabundin, og allar áætlanir Guðs eru til góðs. Það er friður í væntum.
En spádómar Jesaja ná lengra en til hinna herleiddu. Í fyrsta lagi talar hann um ákveðna atburði sem munu koma bráðlega, þ.e.a.s þá talar hann beint til hinna herleiddu. En sú ræða hefur ákveðið snið eða form, sem mun einnig eiga við síðar. Í öðru lagi talar spámaðurinn líka beinum orðum um það sem mun koma síðar, þ.e.a.s. um komu og endurkomu Krists.
Það má líkja þessu við mann sem strendur álengdar og horfir á endan á fjallakeðju. Hann sér skýrlega fyrsta tindinn og lögunina á fjallinu, og getur lýst því vel. En lengra undan sér hann fleiri tinda sem eru eins eða svipaðir í laginu, og eru hluti af sömu fjallakeðju. Ef hann væri beðinn um að lýsa því sem hann sér, myndi hann geta sagt best frá fremsta fjallinu, en margt í þeirri lýsingu mun svo líka eiga við hin fjöllin. En hann sér líka greinilega að það eru fleiri fjöll í keðjunni, og hann getur í það minnsta lýst tindum sem hann sér.
Eins virka magrir spádómar og atburðir gamla testamentisins. Þeir lýsa aðstæðum og atburðum samtímans, en eru á sama tíma lýsing á því sem koma mun síðar. Spámaðurinn sér fyrsta tindinn, en líka meðvitaður um að það eru fleiri á bakvið.
Jesaja 42:18-44:23 myndar ákveðna einingu sem talar um frelsun ísraelsþjóðar. Fyrst lýsir Guð þjóðinni sinni, sem blindri og hjaralausri, sem nú hlýtur makleg málagjöld. En í kafla 43 verða blæbrigði. Guð lofar því að hann muni snúa hag þjóðarinnar og vera frelsari hennar. Vers 8-13, sem er ritningarlesturinn, benda svo á að það sem komið hefur fyrir Ísraelsþjóð, hefur afleiðingar fyrir allar þjóðir heims. Því Guð ísraelsþjóðar er líka Guð alheimsins. Það er enginn annar guð en hann. Enginn getur hjálpað þeim sem hefur ófrið við Guð. Frá 14. versi heldur kemur svo sú niðurstaða að Guð mun brjóta vald Babylon og frelsa þjóð sína. Þetta snið er svo endurtekið, og frá 22. versi skiptast á ádeila á vantrú ísraelsþljóðar, og loforð Guðs um að frelsa hana.
Við skulum lesa ritningarlesturinn úr Jesaja, kafla 43, versum 8-13. Það hljómar svo:
8 Lát nú koma fram lýð þann, sem blindur er, þótt hann hafi augu, og þá menn, sem daufir eru, þótt þeir hafi eyru. 9 Lát alla heiðingjana safnast í einn hóp og þjóðirnar koma saman. Hver af þeim getur kunngjört slíkt og látið oss heyra það, er áður er fram komið? Leiði þeir fram votta sína og færi sönnur á mál sitt, svo að menn segi, er þeir heyra það: „Það er satt!“ 10 En þér eruð mínir vottar, segir Drottinn, og minn þjónn, sem ég hefi útvalið, til þess að þér skylduð kannast við og trúa mér og skilja, að það er ég einn. Á undan mér hefir enginn guð verið búinn til, og eftir mig mun enginn verða til. 11 Ég, ég er Drottinn, og enginn frelsari er til nema ég. 12 Það var ég, sem boðaði og hjálpaði og kunngjörði, en enginn annar yðar á meðal, og þér eruð vottar mínir – segir Drottinn. Ég er Guð. 13 Já, enn í dag er ég hinn sami. Enginn getur frelsað af minni hendi. Hver vill gjöra það ógjört, sem ég framkvæmi?
Jes 43:8-13
Þannig hljóðmar hið heilaga orð. Guði sé þakkargjörð.
Ísraelsþjóð var kölluð af Guði til að vera eignarlýður hans. Hún átti að trúa honum og treysta, og halda boðorð hans. En hún brást aftur og aftur, og kallaði yfir sig bölvanir og refsingar þær sem sáttmálinn við Guð segir fyrir um. Útlegðin í Babylon er uppylling þeirra, og verk Guðs. Enginn getur stöðvað það sem Guð hefur ákveðið.
Og nú bendir Guð á ísraelsþjóð sem sýnidæmi. Allir vita að Drottinn er guð ísraelsþjóðar, og hann hefur opinberað mátt sinn á henni. En hann er ekki bara guð ísraelsþjóðar, heldur alheimsins alls. Það voru mistök af ísraelsþjóð að snúa sér gegn honum, og það sama gildir um allar þjóðir og alla menn sem gera hið sama. Enginn getur hjálpað þeim sem á ófrið við Guð.
Við látum þetta liggja í bakgrunni, þegar við lesum guðspjallið síðar í þættinum. En nú tökum við smá hlé, hlustum á eitt lag, og svo höldum við áfram með síðari ritningarlesturinn.
Síðari ritningarlestur
Komið þið sæl aftur. Þetta er þátturinn undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson, og við erum að fara yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags. Við lesum síðari ritningarlesturinn úr 1 Jóhannesarbréfi, 5. kafla, versum 4-12
4 því að allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn. 5 Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs? 6 Hann er sá sem kom með vatni og blóði, Jesús Kristur. Ekki með vatninu einungis, heldur með vatninu og með blóðinu. Og andinn er sá sem vitnar, því að andinn er sannleikurinn. 7 Því að þrír eru þeir sem vitna [í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:] 8 Andinn og vatnið og blóðið, og þeim þremur ber saman. 9 Vér tökum manna vitnisburð gildan, en vitnisburður Guðs er meiri. Þetta er vitnisburður Guðs, hann hefur vitnað um son sinn. 10 Sá sem trúir á Guðs son hefur vitnisburðinn í sjálfum sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gjört hann að lygara, af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð, sem Guð hefur vitnað um son sinn. 11 Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. 12 Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið.
1 Jóh 5:4-12
Þannig hljóðmar hið heilaga orð. Dýrð sé þér Drottinn, því þú hefur orð eilífs lífs. Hvert annað ættum vér að fara.
Postulinn Jóhannes sem skrifaði þetta bréf talar og ritar með svolítið öðrum hætti en við erum vön. Í stað þess að fara frá einni forsendu til annarar og draga svo ályktun, fer hann endurtekið yfir sömu hlutina og skýrir þá smám saman með auknu umfangi. Hann dregur saman rétta trú og rétt líf, og ber það fram fyrir lesendur sína með augljósum kærleika eldri manns sem hefur mikla trúarreynslu. Sá sem trúir á Krist hýtur að elska hann, og þrá að halda boðorð hans, jafnvel þótt hann geti ekki gert það fullkomnlega. Og jafnvel þótt að heimurinn haldi að boðorð Guðs séu einungis óþarfa og gagnslaus íþyngsli.
En við skulum tengja þetta við fyrri ritningarlesturinn. Það er Guð einn sem er Guð, og enginn getur sigrast á honum. Þess vegna sendi hann son sinn í heiminn til að sigrast á og friðkaupa okkur frá öllum syndum, frá dauðanum og djöfulsins valdi. Til þess að greiða fyrir sekt mannkyns með sínu heilaga, dýrmæta blóði og sinni saklausu pínu og dauða. Þeir sem tilheyra Kristi, trúa honum og treysta á hann, eiga hluteild í sigri hans, og eiga með honum eilífa afrleifð.
Fyrst hann hefur endanlegan sigur yfir heiminum, þá eiga þeir sem trúa á hann, hlutdeild í þeim sigri.Um þetta vitnar Andinn, vatnið og blóðið, segir Jóhannes. Og manni er spurn, hvað þýðir það eiginlega?
Það ætti auðvitað að liggja beint við að hugsa til sársins í síðu Krists. Rómverskur hermaður stakk þar inn spjóti sínu eftir að Jesús dó á krossinum, og út rann blóð og vatn, sem staðfesti það að Jesús var raunverulega dáinn. En andinn, vatnið og blóðið bendir einnig á hvernig trúin á Kristur kemur til okkar:
Fyrir starf Heilagas Anda, sem talar til okkar og veitir okkur yfirvegun um synd okkar, og gefur okkur trúna. Fyrst og fremst kemur hún til okkar í formi boðskaparins og prédikunarinnar. Í öðru lagi í vatni skírnarinnar og í þriðja lagi í blóði hins nýja sáttmála í máltíð Drottins, sem við einnig köllum altarisgönguna eða brauðsbortninguna.
Með öllu þessu vitnar Guð fyrir okkur um þann frið sem hann hefur keypt handa okkur, og veitir okkur ríkulega með mörgu móti.
Við tökum nú annað hlé, hlustum á annað lag, og komum síðan aftur til að lesa guðspjallið.
Guðspjall
Komið þið sæl aftur. Þetta er þátturinn undirbúningur fyrir Sunnudag. Ég heiti Sakarías Ingólfsson, og við erum að fara yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags. Þá erum við loksins komin að guðspjalli sunnudagsins, sem er að finna í 20. kafla jóhannesarguðspjalls, og það eru vers 19-31.
Textinn segir frá tveimur kvöldstundum. Fyrra kvöldið er kvöld páskadags, þess dags þegar Jesús reis upp frá dauðum, og síðara kvöldið er réttri viku síðar.
Ef við byrjum á páskadegi, þá er það dagurinn þegar konurnar komu til gafarinnar þar sem Jesús var lagður, og fundu hana tóma. Síðar komu í það minnsta postularnir Pétur og Jóhannes að gröfinni og fundu hana að sama skapi tóma. Engill sagði þeim að Jesús væri ekki legngur meðal hinna dauðu, heldur væri hann upp risinn frá dauðum. Hann hafði sigrast á dauðanum, og opnað leiðina til lífsins.
Síðar þann dag birtist Jesús Maríu Magdalenu, Maríu móður Jakobs, og hugsanlega fleiri konum. Því næst birtist han Símoni Pétri, og síðla dags tveimur mönnum sem voru á leið til bæjarins Emmaus. Lærisvinarnir voru nú saman komnir í loftstofu í Jerúsalem, og það var enn þó nokkur ringulreið vegna atburða dagsins. Ekki síst voru þeir hræddir við viðbrögð gyðinga, á því að Jesús var ekki lengur í gröf sinni.
Við lesum nú guðspjall næstkomandi sunnudagsins, en áður en við gerum það, ætla ég að benda á að þú takir eftir orðunum “Friður sé með yður”. Guðspjallið er eins og áður sagði að finna í Jóhannesarguðspjalli, kafla 20, vesum 19-31 og hljómar þannig:
John 20:19–31 (IS1981)
19 Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ 20 Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin. 21 Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ 22 Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda. 23 Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“
24 En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin.“
En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“
26 Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ 27 Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“
28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“
29 Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“
30 Jesús gjörði einnig mörg önnur tákn í augsýn lærisveina sinna, sem eigi eru skráð á þessa bók. 31 En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.
Jóh 20:19-31
Þannig hljómar hið heilaga guðspjall. Lof sé þér Kristur.
Fyrstu orðin sem Jesús segir þegar hann sér lærisveina sína er þessi kveðja: Friður sé með yður! Reyndar er ekki rétt að kalla þetta bara kveðju, því þetta er mun meira heldur en það. Þið munið hvernig við lásum í fyrri ritningarlestrinum um um það að eiga ófrið við Guð. Þá er öll von úti. Jesaja 43:13 hljómar þannig: “Enginn getur frelsað af minni hendi. Hver vill gjöra það ógjört, sem ég framkvæmi?”
En nú er það Kristur sem kemur til lærisveinanna og segir: “Friður sé með yður!” Ekki er þetta bara kveðja, heldur yfirlýsing: Friður Guðs er með lærisveinunum. Þar á eftir sýnir hann þeim hvað sá friður hefur kostað, og á hvaða grundvelli og forsendu honum er yfirlýst: Hann sýndi þeim hendur sínar og síðu: Sárin frá krossinum. Þau eru forsenda friðarins. Það þurfti að borga sektina og gera upp fyrir syndir mannkyns. Það hefur Jeús gert, fullkomnlega og í eitt skipti fyrir öll.
Friður við Guð er þess vegna gjöf Guðs til allra manna, sem þeir meiga taka við í trú. Og gjöfin er færð mönnunum í formi boðskapar sem þarf að prédika og kunngjöra. Það hlutverk fellur nú í hendur lærisveinanna. Aftur segir Jesús: “Friður sé með yður!”, hér í þeim skilningi að sá friður á að fylgja þeim þar sem þeir bera hann út. Þess vegna bætir Jesús við:
Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ 22 Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda. 23 Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“
Jóh 20:19-31
En hvað þá með postulann Tómas. Hann var ekki með hinum lærisveinunum þegar Jesús birtist þeim, og eitt megin hlutverk postulanna var að vera opinberir sjónarvottar um upprisuna. Tómas segir meira að segja sjálfur að hann vilji ekki trúa nema að hann fái að sjá Krist upprisinn. Og viku síðar Jesús þeim aftur, þegar Tómas er með þeim og segir: “Friður sé með yður!” Tómas svarar með grundvallarjátningu kristinnar kirkju: Drottinn minn og Guð minn!
Okkur er svo gefinn vitnisburður sjónarvottanna til þess að einnig við meigum trúa á Krist og treysta orðum hans þegar hann talar, og segir við okkur: “Friður sé með yður!” Og það er einmitt okkur sem Jesús á við þegar hann segir: “Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó!”