Skip to content

Gjafir til starfs JELK

Starf JELK er rekið með frjálsum framlögum frá félagsmönnum og öðrum styrktaraðilum kirkjunnar. Frá og með sumrinu 2025 verður hægt að gefa til starfsins með því að leggja reiðufé í söfnunarbauk á guðsþjónustum. Þá er einnig hægt að gefa til starfsins með því að leggja beint inn á bankareikning kirkjunnar:

Bankareikningur í Íslandsbanka: 0537-26-012954
Kennitala: 630125-9870 (Den lutherske kirke i Norge)

Stærstu útgjöld safnaðarins að svo stöddu eru laun og ferðakostnaður prests safnaðarins. Þar á eftir kemur leiga á kapellu og ýmis minni kostnaður við guðsþjónusturnar.