Við vonum að þú finnir ýmislegt gott efni hér á jelk.is, sem og á YouTube rás okkar. Það er þó mikið gott efni til á netinu, og í þessari færslu ætlum við að segja frá nokkrum góðum hlaðvörpum og YouTube rásum.
Hlaðvarp: Issues etc
Issues etc. er lúterskur spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi, Todd Wilken, ræðir við gesti um alls kyns málefni sem á einhvern hátt tengjast kristinni trú. Málefnin fara þó mjög víða, allt frá kristinni guðfræði og grundvallarkennslu til margmiðlunar og kvikmyndagagnrýni. Rætt er um stöðu trúarinnar í nútíma samfélagi, kennslu í skólum, heilbrigðiskerfið, innihald sálma, muninn á ýmsum kirkjudeildum o.s.fv. Þátturinn er sendur í útvarpi tvo klukkutíma, fimm daga í viku, og síðan er hann klipptur upp í hlaðvarp, og auðvelt er að leita í sarpinum. Issues etc. er ein besta lúterska margmiðlunin í boði á netinu.
Hlaðvarp: Just and sinner
Just and Sinner var um tíma persónuleg rás Jordan Cooper, sem er prestur í American Association of Lutheran Churches. Elstu þættirnir í hlaðvarpinu taka fyrir ýmis grundvallaratriði trúarinnar á mjög aðgengilegan hátt.
Með árunum hefur rásin stækkað, fengið fleiri þáttakendur og komið á fleiri miðla. Þættirnir í hlaðvarpinu eru orðnir nokkuð ítarlegri og fara ofan í þrengri málefni. Cooper fer m.a. yfir hverja grein Ágsborgarjátningarinnar. Cooper hefur að auki gefið út ýmsar bækur, og býður upp á góða guðfræðikennslu.
https://www.justandsinner.org/
YouTube rás Coopers: https://www.youtube.com/@DrJordanBCooper
Lutheran hour
Lutheran hour er vel þekktur útvarpsþáttur, sem sendir vikulega hugvekju á útvarpsstöðvum um allan heim. Þátturinn hefur verið í loftinu lengur en elstu menn muna, eða allt frá árinu 1930.
Hópurinn að baki þessum þætti bjóða upp á ýmislegt annað efni á heimasíðum sínum, og eru þeir einnig meðal stærstu styrktaraðila JELK.
Hlaðvarp: Thy Word of the Lord endures Forever
The Word of the Lord endures Forever er upptaka af reglulegum stuttum útvarpsþáttum (um 15. mín) sem fara yfir alla Biblíuna, fáein vers í einu. Þættirnir eru í umsjón Rev. William Weedon, sem er prestur í Lútersku Missourikirkjunni.
https://thewordendures.org/
Þátturinn er einnig til sem YouTube-rás https://www.youtube.com/@TheWordEndures
YouTube rás: Bryan Wolfmueller
Sr. Bryan Wolfmueller er prestur í Lútersku Missourikirkjunni í Bandaríkjunum, og er oðinn nokkuð þekktur fyrir YouTube-rás sína, sem og þáttöku í ýmsum hlaðvörpum, þ.m.t. Issues etc. Hann hefur einnig gefið út nokkrar bækur.
Wolfmueller hefur einstakan hæfileika til að útskýra guðfræðilega hugsun með einföldum hætti, á sama tíma og hann stendur óhaggandi við lútersku játningarnar, sem og óskeikulleika Ritningarinnar.
YouTube rásin: https://www.youtube.com/@PastorBryanWolfmueller
Heimasíða: https://wolfmueller.co/
YouTube rás: Scholia audio
YouTube-rásin Scholia audio skilur sig svolítið út frá hinum. Þetta er ekki spjallþáttur, heldur býður þessi rás upp á upplestur á ýmsum gömlum og góðum bókum og prédikunum. Meðal þess efnis sem er í boði á rásinni, má nefna Sjötíu heilagar Hugvekjur Johann Gerhards, Undirleikur fyrir sálma, Bækur samlyndisbókarinnar, Bók Alfred Edersheim um líf Jesú og kvöldfyrirlestrar C.F.W. Walther um Lögmálið og Fagnaðarerindið.