Upptaka frá guðsþjónustu í Friðrikskapellu, Sunnudaginn 30. janúar 2022
Fyrri ritningarlestur: Jes 40:25-31
25Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.
Jes 40:25-31
26Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.
27Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: „Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?“
28Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
29Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. 30Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, 31en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
Síðari ritningarlestur: Róm 13:8-10
8Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið. 9Boðorðin: „Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,“ og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ 10Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.
Róm 13:8-10
Guðspjall: Matt 8:23-27
23Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. 24Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. 25Þeir fara til, vekja hann og segja: „Herra, bjarga þú, vér förumst.“
Matt 8:23-27
26Hann sagði við þá: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?“ Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.
27Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“