Við boðum til guðsþjónustu í Friðrikskapellu 5. september kl 11:00.
Sakarías Ingólfsson, prestur JELK, prédikar.
Guðspjall þessa 14. sunnudags eftir Þrenningarhátíð skrifar guðspjallamaðurinn Markús
29Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. 30Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. 31Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina.
Mark 1:29-35
32Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru og haldnir illum öndum, 33og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. 34Hann læknaði marga, er þjáðust af ýmsum sjúkdómum, og rak út marga illa anda, en illu öndunum bannaði hann að tala, því að þeir vissu hver hann var.
Allir sem taka þátt í guðsþjónustunni hjálpast að við sóttvarnir, m.a. með því að gæta að nálægðarmörkum. Þáttaka verður skráð samkvæmt gildandi takmörkun á samkomum (Nánar á covid.is)
Verið velkomin.