Að strengja nýársheit er hefð sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir, og er því orðin nokkuð föst í sessi. Það er ekki óalgent að heitin fjalli um að bæta heilsu sína, t.d. að hreyfa sig meira, borða minna, fara fyrr að sofa, verja meiri tíma með þeim sem manni er annt um, eða bara að horfa upp frá símanum öðru hverju.
Þegar þetta er skrifað eru liðnar tæpar tvær vikur af nýjá árinu. Í þau fáu skipti sem ég hef spreytt mig, hefur nýjársheitið yfirleitt farið í vaskinn um þetta leyti árs. Það er ég því miður ekki einn um. Könnun sem The guardian gerði fyrir nokkrum árum, leiddi í ljós að í Bretlandi hafði góður meirihltui gefist upp eftir einn mánuð. Í lok árs var bara rúmlega einn af tíu sem enn héldu heitið, og þykir mér það reyndar furðu gott.
Ég spyr mig auðvitað: Hvers vegna? Var mér ekki alvara með það að ég vil borða hollari mat og hreyfa mig meira?
Það sem mig langar til, er reyndar ekki að hreyfa mig meira eða borað hollari mat, heldur að vera heilbrigðari. En maturinn og hreyfingin eru leiðin til betri heilsu. Allir vilja vera heilbrigðir, en spurningin er hovrt maður vilji leggja á sig kostnaðinn. Smám saman gæti ég breytt hegðun minn og löngunum, en engin viljaákvörðun getur breytt því að mig langar enn í gos, hamborgara og flatböku.
Ánauð viljans
Marteinn Lúther og feður lúthersku kirkjunnar gerðu sér grein fyrir þessu fyrirbæri þegar á miðöldum. Þeir kölluðu það ánauð viljans. Vandamálið er ekki að við getum ekki tekið réttar ákvarðanir jafnvel farið eftir þeim, heldur að okkur langar ekki til þess. Og flestir gera ekki það sem þá langar ekki til.
Samt sem áður er líka mörgum sem tekst vel til, þegar þeir horfast í augu við sannleikann um sjálfa sig. Ekki vegna þess að þá langar svo mikið til þess, heldur vegna þess að þeir gera sér grein fyrir að þeir ega ekki annan kost. Sumir taka sig á þegar þeir sjá að viktin fer fram úr ákveðinni tölu. Sumir taka sig á ef þeir veikjast alvarlega. Augljóslega ætti enginn að líta fram hjá slíku, en samt sem áður eru líka margir sem breyta aldrei líferni sínu.
Hliðstæða við kristna trú
Að mörgu leyti er þetta hliðstæða við samband okkar við Kristna trú. Veikindi, versnandi heilsa og hækkandi aldur, stórir áfangar í lífinu, missir ástvina og jafnvel nostalgía. Allt þetta ætti að knúa okkur til að íhuga hversu viðkævmt lífið er, að við höfum öll takmarkaðan tíma til ráðstöfunar, og ekki síst að við þörfnumst hálpar. Spámaðurinn Móses skrifar í Sálmi 90:
Kenn oss að telja daga vora,
Sálm 90:12
að vér megum öðlast viturt hjarta.
Viturt hjarta gerir sér grein fyrir að það þarfnast hjálpar. En til hvers getur það eiginlega leitað? Hver getur hjálpað okkur? Það getur einungis verið sá, sem bæði getur sigrast á dauðanum, og hefur nú þegar gert það. Með öðrum orðum er það einungis Kristur. Við eigum engan annan kost en að leita til hans. (Sbr. Jóh 6:68)
Í fyrra bréfi sínu til Korintumanna bendir postulinn Páll lesendum sínum á allt það sem ber vitni um að Kristur hefur sannarlega dáið og risið að nýju.
1Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. 2Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið. 3Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, 4að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum 5og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. 6Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. 7Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum.
1 Kor 15:1-7
Postulinn bendir lesendum sínum á hvar þeir geti fundið áreiðanlegan vitnisburð (þ.e. sannanir) fyrir boðskapnum um Krist. Þegar bréfið var ritað voru margir sjónarvottana enn á lífi, þannig að það var hægt að leita til þeirra. Sannfæring trúarinar felst í áreiðanlegum vitnisburði sjónarvottana (sem og spámannana) um Krist: Fæðingu hans, starf, dauða, upprisu og himnaför. Hún byggir ekki á viljaákörðun, heldur á þeirri einföldu staðreynd, að Kristur er raunverulega sá sem hann segist vera.
Að lokum
Sama hversu vel mér tekst að bæta heilsufar mitt á þessu ári, er eitt ljóst, og það er að tími minn á jörðinni er takmarkaður. Það er ekki nóg að hugsa vel um heilsuna, ef ég gef ekki gaum að því að ég mun deyja sama hvað. Einungis Kristur getur hjálpað mér þegar sá dagur kemur. Þess vegna treysti ég honum.
Sakarías Ingólfsson