Skip to content

Hvers vegna trúi ég á Jesú

Í sumar tók ég upp stutt myndband þar sem ég spyr hvort Páll postuli kenni Evu um syndafallið. Þetta myndband fékk nokur viðbrögð á facebook, og eitt þeirra segir meðal annars þetta: “Það var ekkert syndafall alveg eins og það var enginn Móses eða Jesús.”

Þetta snertir þetta algert grundvallaratriði trúarinnar. Ef Jesús reis ekki upp frá dauðum, svo ekki sé talað um, ef hann var ekki til, þá er kristin trú ekki sönn. Ég trúi því hinsvegar að hún sé einmitt sönn, og að Nýja testamentið segi satt frá. Í mynbandinu geri ég stuttlega grein fyrir því hvers vegna.