Skip to content

Köllun Guðs í daglegu lífi

Að skipta um bleyju, fara út með ruslið og svara í símann eru allt dæmi um þau verk sem vinna þarf í daglegu lífi. Við búum til kaffi á morgnana og útbúm morgunmat fyrir fjölskylduna. Þau eru eru kannski ekki mikils metin, og okkur þykur þau kannski skipta litlu máli. Fyrir skírð börn Guðs teljast þessi verk, samt sem áður vera góð verk. Við vinnum þau fyrir náunga okkar, þann sem okkur er nærstur, og tengdur okkur gegnum sakramenti heilagrar skírnar.

Þetta er ætti að vera mikil uppörvun, því oft á tíðum er meira enn nóg fyrir okkur að vinna þarfaverk daglegs lífs. En gegn um þau gefur Guð okkur tækifæri til að gera vel. Þau eru ekki verk sem við keppumst sérstaklega eftir að gera, heldur hefur Guð komið þeim fyrir í köllun lífsins. Ég er sjálfur faðir, og vinn mitt starf til að sjá fyrir konu minni og börnum. Það er köllun mín sem faðir.

Á dögum Lúthers var litið á köllun prests sem verðmætari og betri enn köllun móður og föður. Litið var á köllun hans sem andlega eða trúarlega, meðan köllun foreldra var veraldleg. En það er fjarri lagi. Í riti sínu um góðu verkin, bendir Lúther lesandanum endurtekið á að horfa á verk sín í ljósi Ritningarinnar. Það sem gert er í trú, er gott í augum Guðs.

Það er auðvelt að missa móðinn þegar hlutverk okkar í lífinu breytast, og við vitum ekki lengur hver köllun okkar er. Til dæmis þegar krakkarnir flytja að heiman. Á dvalarheimilum eru sumir sem glíma við spurninguna um hvenær Guð muni kalla þau heim til himna. Þau spryja sig: „Hvers vegna er ég hér enn?“ Ég svara yfirleytt á þessa leið: „Guð hefur kallað þig til að taka við þeim gjöfum sem Jesús keypti fyrir þig, til sáluhjálpar þinnar. Nú er mér gefið tækifæri til að þjóna þér, og það veitir mér gleði. Þakka þér fyrir að lifa samkvæmt þinni Guði þóknanlegri köllun.“

Daglegt líf getur virst okkur lítilsvert og stundum erfitt. En þegar við erum tengd Kristi í trú, eru öll okkar verk þóknanleg Guði Föður okkar á himnum.

Greinin er lauslega þýdd úr ensku, og er upprunalega skrifuð af Rev. Jacob Hercamp.
Rit Lúthers um góðu verkin er að finna í íslenskri þýðingu í: Marteinn Lúther, „Um góðu verkin“ í Úrval rita 1517-1523, Sr. Magnús Runólfsson, þýðandi, Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson og Sigurjón Árni Eyfjólfsson, ritstjórn, (Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar), 2017, 63-158.