Skip to content

Lög (samþykktir) LKNI

Hér fyrir neðan er íslensk þýðing samþykkta Lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi, LKNI, sem JELK starfar undir. Lögin voru samþykkt á stofnfundi í Osló, 17. september 2006, endurskoðað 10. mai 2015 með virkni frá og með 16. januar 2016. Ný endurskoðun 25. mars 2017 og 17. mars 2018. Breyting á grein § 1 20. mars 2021. Breyting á grein § 8 b 25. mars 2023.

Íslensk þýðing 15. febrúar 2024. Frumrit á norsku má nálgast á eftirfarndi slóð: https://lkn.no/2020/vedtekter/

Efnisyfirlit

Lög Lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi, 17.03.2018

§ 1. Nafn

Lúterska kirkjan í Noregi [Den lutherske kirke i Norge] starfar einnig undir nafninu Lúterska kirkjan í Noregi og á Íslandi [Den lutherske kirke i Norge og Island] og eru þau nöfn jafngild. Á Íslandi starfar kirkjan undir íslensku nafni, sem kirkjuráðið hefur samþykkt [Játningarbundin Evangelísk-Lútersk Kirkja].

Biskup, kirkjuráð og kirkjuþing starfa undir nafninu Lútherska kirkjan í Noregi og á Íslandi því þau þjóna kirkjunni í báðum löndum í krafti hlutverka sinna. Kirkjan starfar einnig undir þýddu nafni á norðursamísku, lúlesamísku, nýnorsku og suðursamísku, ensku, sem og fleiri tungumálum.

Til einföldunar er einungis nafnið Lúterska kirkjan í Noregi og á Íslandi notað í eftirfarndi samþykktum, og er það jafngilt öllum öðrum afbrigðum nafnsins.

Nöfn safnaða þarf að samþykja af biskupi ásamt kirkjuráði.

§ 2. Við trúum og játum

a. Biblían:
Við trúum því að Biblían, Gamla testamentið og Nýja testamentið séu áreiðanleg og óskeikul orð Guðs, innblásin af Heilögum Anda og rituð af spámönnum og postulum, útnefndum af Guði. Biblían er okkar eina heimild og leiðarljós varðandi trú, kenningu og líf.

b. Hinar gömlu játningar kirkjunnar:
Við játum kristna trú okkar eins og hún kemur fram í Postullegu trúarjátningunni, Níkeujátningunni og Aþanasíusarjátningunni.

c. Hin lúterska játning:
Við játum kenninguna um fagnaðarerindið eins og hún var endurreist til kirkjunnar við siðbótina og tjáð í fræðum Lúthers, hinum minni, sem og Ágsborgarjátningunni. Í öllum spurningum um túlkun þessara tveggja skjala skal nota Samlyndisbókina (Conkordieboken) sem opinbera túlkunarhjálp.

§ 3. Tilgangur

Tilgangur Lúthersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi er stofna og leiðbeina söfnuðum sem, með orði og sakramenti, geta hjálpað meðlimum kirkjunnar og börnum þeirra að vaxa í trú sinni á Jesú. Við viljum leiða fólk í okkar eigin og öðrum löndum til trúar á Jesú og þar með hjálpa til við að stofna nýja söfnuði.

§ 4. Aðild

Til að gerast meðlimur lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi þarf maður að vera skírður með kristinni skírn og taka undir trú og játningu safnaðarins eins og fram kemur í 2. §, ekki lifa í opinberri synd, og vilja taka virkan þátt í starfi, messuhaldi og gjafaþjónustu í einum safnaða kirkjunnar. Skráning fer fram með því að hafa samband við prest safnaðarins þar sem viðkomandi óskar eftir að taka þátt í starfinu. Þeir sem búa þannig að engin kirkja sé í praktískri nálægð geta gerst meðlimir með því að hafa samband við biskupsstofu. Biskup getur veitt virka aðild til eins árs í senn.

Komi til flutninga má af hagkvæmnisástæðum annað hvort halda tengslum við aðalskrifstofu kirkjunnar, eða flytja aðild sína í söfnuð sem er nær nýrri búsetu, óski viðkomandi þess. Meðlimir hafa atkvæðisrétt frá 16 ára aldri.

Aðild verður óvirk, þ.e.a.s án atkvæðisréttar þegar

  1. meðlimur tekur ekki reglulega þátt í guðsþjónustu og starfi safnaðarins. Félagar sem búa þannig að þeir geti ekki tekið virkan þátt í starfi neins af söfnuðum kirkjunnar, geta, að fenginni umsókn til biskupsstofu, fengið stöðu virks félagsmanns til eins árs í senn.
  2. meðlimur lifir í augljósri og opinberry synd eins og hún er skilgreind í kennslu Nýja testamentisins. Í slíkum tilfellum ber presti safnaðarins eða biskupsstofu fyrst að hafa samband við hlutaðeiganda til að ganga úr skugga um aðstæður. Ef aðstæður krefjast þess að félagsaðild teljist óvirk gerist það með því að prestur safnaðarins eða biskupsstofa sendir bréf með upplýsingum til hlutaðeiganda, með afriti til biskups. Málið má áfrýja til biskups.

§ 5. Söfnuðir

a. Samþykktir
Söfnuðir kirkjunnar starfa eftir eigin samþykktum. Samþykktirnar, sem skulu vera í samræmi við samþykktir kirkjunnar, eru lagðar fram af biskupi að höfðu samráði við söfnuðinn/söfnuðina, og eru samþykktar á kirkjuþingi. Starfandi söfnuðir sem skrá sig í kirkjuna geta fengið sérsniðna samninga sem þarf að samþykkja af kirkjuþingi. Fyrstu safnaðarsamþykktir eru samþykktar í kirkjuráði.

b. Stofnun safnaða
Söfnuðir eru stofnaðir þegar prestur, sendur af biskupi, heldur samkomu/guðsþjónustu. Bráðabirgðastjórn er skipuð af biskupi að ráði prests. Bráðabirgðastjórn er leyst af hólmi af kjörinni stjórn eftir að fyrsti safnaðarfundur hefur verið haldinn.

c. Safnaðarfundur
Aðalfundur safnaðarins afgreiðir ársskýrslu safnaðarins, gerir athugasemdir við reikninga fyrir safnaðarstarfið og velur stjórn safnaðarins úr sínum hópi. Aðalfundur kýs einnig fulltrúa á kirkjuþing úr sínum hópi virkra félaga.

Á árlegum og auka safnaðarfundum er einnig hægt að gera erindi til prests safnaðarins, stjórnar og biskups.

d. Stjórn
Stjórn safnaðarins ber ábyrgð á fjárhag hans. Hún ber einnig ábyrgð á lagaskyldum innan þess ramma sem biskup og kirkjuráð gefa. Stjórn hefur ráðgjafavald við mótun stefnu og áætlana safnaðarins.

Fulltrúar í stjórn gangast undir stjórnarnámskeið á vegum biskupsstofu. Stjórnin kýs sjálf sinn formann. Við jöfn atkvæði hefur stjórnarformaður aukaatkvæði. Prestur safnaðarins á sæti í stjórn og hefur þar atkvæðisrétt. Stjórnarformaður og prestur safnaðarins skipuleggja fundi stjórnarinnar í sameiningu.

e. Prestur safnaðarins
Safnaðarprestur er skipaður af biskupi að höfðu samráði við stjórn og/eða safnaðarfund innan fjárhagsramma safnaðarins.

f.Aðrir prestar
Aðrir prestar eru skipaðir af biskupi að höfðu samráði við stjórnarformann og stjórn innan fjárhagsramma safnaðarins.

g. Starfsmenn þar sem fjárhagslegar og/eða lagalegar skyldur eru fyrir hendi
Þegar um er að ræða ráðningu annarra starfsmanna sem hafa í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir söfnuðin, sér prestur safnaðarins um ráðningu, að fengnu samþykki stjórnar og biskups.

h. Starfsmenn þar sem engar fjárhagslegar og/eða lagalegar skyldur eru fyrir hendi
Starfsmenn þar sem ekki eru fjárhagslegar skuldbindingar eru ráðnir af presti safnaðarins að höfðu samráði við stjórn.

i. Fjárhagur
Grundvallarreglan er sú að hverjum söfnuði ber að standa undir sínum fjárhagslegu skuldbindingum, kappkosta að gefa hluta af tekjum sínum til kristniboðs, hjálpa til við að stofna nýja söfnuði og leggja sitt af mörkum til sameiginlegrar stjórnsýslu kirkjunnar.

§ 6. Fulltrúar á kirkjuþingi

a. Á kirkjuþingi hafa allir starfandi prestar kirkjunnar atkvæðisrétt, og auk þeirra sami fjöldi leikmanna sem kjörnir hafa verið úr söfnuðum kirkjunnar.

b. Hver söfnuður kýs jafn marga leikmenn sem fulltrúa á kirkjuþing, og þeir hafa presta úr söfnuði sínum sem sitja þingið.

c. Leikmannafulltrúar eru kjörnir á safnaðarfundui hvers safnaðar með jafnmörgum varamönnum.

d. Þegar tveir eða fleiri söfnuðir skipta með sér prestum í hlutastarfi er forgangsraðað þannig að allir söfnuðir hafi fulltrúa á kirkjuþingi innan þess ramma 50% kirkjuþingsfulltrúa sem samþykktir tilgreina. Í því felst að starfandi perstur, sem ekki er bundinn við tiltekinn söfnuð, getur talist prestsfulltrúi fyrir söfnuð sem deilir presti. Ef söfnuðir eru fleiri en starfandi prestar, senda minnstu söfnuðirnir, mælt í fjölda félagsmanna, fulltrúa á kirkjuþing, sem hefur áheyrnaraðild, en hvorki málfrelsi né atkvæðisrétt. Slíkir fulltrúar njóta þó sama tilboðs sem aðrir fulltrúar, um að kirkjan standi undir ferðakostnaði. Þetta varðar svo marga söfnuði að þeir verða jafn margir fulltrúar leikmanna sem presta á kirkjuþingi.

Að sama skapi, þegar prestar eru fleiri en kjörnir leikmannafulltrúar, er málsmeðferð þessi: Þegar starfandi perstur, sem ekki er bundinn við tiltekinn söfnuð, er fulltrúi á kirkjuþingi, geta kjörnir varamann fengið atkvæðisrétt þannig að það veði jafn margir fulltrúar leikmanna sem presta á kirkjuþingi. Hvaða varamanni er viettur atkvæðisréttur ræðst með hlutkesti; fyrst meðal 1. varamanna safnaðanna og síðan, ef þörf krefur, meðal 2. varamanna safnaðanna.

e. Ef prestar eru færri en fimm í þjónustu kirkjunnar, skal skipa fulltrúa presta og leikmana úr kirkjudeildum sem kirkjan hefur kirkjusamstarf við, þannig að alls verði fimm prestar og fimm fulltrúar leikmanna á kirkjuþingi. Fulltrúarnir verða að vera hæfir samkvæmt samþykktum kirkjunnar um fulltrúa. Fulltrúarnir eru skipaðir á eftirfarandi hátt: Einn prestur og einn leikmannafulltrúi eru skipaðir af og frá þeirri kirkjudeild sem kirkjan hefur lengst haft kirkjusamstarf við. Ef nauðsyn krefur eru einn prestur og einn leikmannafulltrúi skipaður af og frá þeirri kirkjudeild sem kirkjan hefur næst lengst haft kirkjusamstarf við. Því næst, ef nauðsyn krefur, er farið eins að með þriðju kirkjudeild.

Ef ekki næst að skipa nógu marga fulltrúa frá þeim kirkjum sem kirkjan hefur kirkjusamstarf við, eru allir nauðsynlegir fulltrúar sem eftir eru skipaðir úr því trúfélagi sem kirkjan lengst hefur verið í kirkjusamstarfi við.

§ 7. Kirkjuþing

a. Kirkjuþing kemur saman árlega. Meginhlutverk þess er að kjósa stjórn kirkjunnar, samþykkja eða hafna framkomnum tillögum frá forystu kirkjunnar, auk þess að kanna að kirkjan og forysta hennar starfi í samræmi við tilgang og samþykktir. Að öðru leyti er kirkjuþing ráðgefandi.

b. Biskup boðar til kirkjuþings með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara. Einnig má boða til auka kirkjuþings með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara, sjá 14 § c.

c. Kirkjuþing kýs fundarstjóra, varafundarstjóra, tvo ritara og þriggja manna talningarsveit.

d. Kirkjuþing kýs biskup þegar biskupsstóll er laus. Biskup er kjörinn með 2/3 hluta atkvæða. Náist ekki 2/3 atkvæða í fyrstu eða annarri umferð atkvæðagreiðslu þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju umferð. Milli umferða skal líða að minnsta kosti einn dagur og að hámarki tíu dagar.

e. Kirkjuþing getur með 2/3 hluta atkvæða vikið biskupi af stóli ef hann getur ekki gegnt störfum sínum með fullnægjandi hætti, eða ef hann telst óhæfur til þess af siðferðilegum ástæðum.

f. Kirkjuþing kýs þriggja til sjö manna kirkjuráð til aðstoðar biskupi við stjórn kirkjunnar og hæfilegan fjölda varamanna. Biskup á sæti í kirkjuráði og hefur þar atkvæðisrétt.

g. Kirkjuþing kýs þriggja til fimm manna eftirlitsnefnd sem kannar að kirkjan starfi samkvæmt samþykktum og ákvörðunum. Eftirlitsnefnd svarar til kirkjuþings.

h. Kirkjuþing kýs endurskoðanda og gerir nauðsynlegar athugasemdir við bókhald.

i. Kirkjuþing samþykkir eða hafnar tillögum biskups að nýjum samþykktum.

j. Kirkjuþing samþykkir eða hafnar tillögum um að stofna eða slíta kirkjusamstarfi við aðrar kirkjudeildir, skráningu nýskráðra safnaða í kirkjuna, svo og mögulegri sameiningu þessarar kirkju við aðrar lúterskar kirkjur þar sem það stangast ekki á við 2. § og 12. §

k. Kirkjuþing er ráðgefandi um áætlanir og stefnur biskups.

§ 8. Biskup

a. Biskup er kjörinn meðal presta kirkjunnar eða úr annari kirkjudeild sem kirkjan hefur kirkjusamstarf við.

Kjörtímabil biskups er fram að almennum eftirlaunaaldri, þar til hann lætur af embætti eða þar til honum er vikið úr stóli. Séu engir biskupsframbjóðendur lausir til kjörs, eða aðstæður krefjast til þess að ekki sé réttur tími til að kjósa biskup, er kjörinn prestur sem starfandi biskup. Hann gegnir þá embættinu til eins árs í senn og fer með embættið í samráði við aðra presta í þjónustu. Spurningin um biskupskjör er þá borin upp árlega þar til biskup er kosinn.

b. Biskup tilnefnir varabiskup. Kirkjuþing þarf að samþykkja hann með einföldum meirihluta áður en hægt er að setja hann inn í þjónustu sína. Varabiskup situr 4 ár í embætti. Kjörtímabilið má framlengja um 4 ár til viðbótar eftir að 4 ára tímabili lýkur. Varabiskup er starfandi biskup þegar/ef biskup getur ekki gegnt skyldum sínum. Ef biskup getur ekki snúið aftur til starfa gegnir varabiskup starfinu þar til nýr biskup hefur verið kjörinn.

c. Ef þörf er á fleiri biskupum er leiðandi biskup kosinn eins og getið er um í 7. § a. Aðrir biskupar eru tilnefndir af leiðandi biskupi og kosnir eða felldir af kirkjuþingi með einföldum meirihluta með sama hætti og með varabiskup.

d. Ábyrgð biskups

  • Biskup leiðir kirkjuna í samræmi við samþykktir kirkjunnar.
  • Biskup gefur bindandi leiðbeiningar um meðferð sakramenta og helgisiða.
  • Biskup vígir hæfa menn til prests og annarra kirkjulegra þjónustustarfa.
  • Biskup axlar æðstu ábyrgðar á öllum ráðningum, sem og fræðsluáætlunum fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn kirkjunnar, nema annað sé tekið fram í samþykktum.
  • Biskup leiðir ferla til að leysa deilur í söfnuðum.
  • Biskup er fulltrúi kirkjunnar út á við gagnvart yfirvöldum og öðrum kirkjudeildum.
  • Biskup undirbýr fundi kirkjuráðs ásamt formanni kirkjuráðs.

§ 9. Kirkjuráð

a. Til kirkjuráðs eru kosnir leikmenn með virka aðild, sem geta aðstoðað biskup við að leiða kirkjuna. Í kirkjuráði sitja þrír til sjö félagsmenn og ásamt varamönnum. Auk þess hefur biskup atkvæðisrétt sem meðlimur í kirkjuráði. Kjörtímabilið er tvö ár. Við upphaf, eða þegar skipt er um meðlimi sem láta af störfum fyrir lok kjörtímabils má kjósa varamenn til eins árs.

Kirkjuráð skipar sig sjálft og kýs sér formann sem hefur tvöfalt atkvæði ef atkvæði verða jöfn í kirkjuráði.

b. Ábyrgð Kirkjuráðs er að

  • samþykja fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir
  • setja reglur um fjármálastjórn kirkjunnar, sem síðan er falin stjórn hvers safnaðar og öðrum félöguminnan kirkjunnar.
  • stjórna kaupum og sölu á eignum kirkjunnar
  • ákvarða laun, lífeyri, orlof o.fl.
  • tryggja að kirkjan starfi samkvæmt samþykktum sínum og gildandi lögum
  • stofna eða leggja niður lögaðila fyrir kirkjuna ef þörf krefurvera
  • vera ráðgjafar biskups

§ 10. Átakanefnd

Biskup skipar átakanefnd sem aðstoðar söfnuði við deilur og átök. Prestur safnaðarins, stjórn hans, safnaðarfundur og biskup geta hver um sig skotið máli sínu til átakanefndar.

Biskup getur sett neyðarstjórn í söfnuðinn þar til deila er leyst.

§ 11. Fræðslusetur

Kirkjan stofnsetur fræðslusetur sem ber ábyrgð á þjálfun sjálfboðaliða og launaðra starfsmanna, auk ýmissa kjörinna starfa. Biskup skipar stjórn fræðslusetursins.

§ 12. Prestar

Prestar eru kallaðir og vígðir af biskupi til að þjóna í kirkjunni, til að kenna og deila út sakramentunum, annast útfarir og andlega umönnun þar sem kirkjan hefur meðlimi. Hjónavígsla fer fram samkvæmt helgisiðum og fyrirkomulagi kirkjunnar.

§ 13. Hæfni til þjónustu

Kirkjan annast náðarmeðulin til að færa hverjum einstaklingi sáluhjálp og gera hann að lærisveini, í samræmi við kenningu Biblíunnar, og mun gera það í samræmi við skilning okkar á kenningu Biblíunnar, sjá § 2. Kirkjan hefur eftirfarandi fyrirkomulag:

a. Kirkjan velur presta og biskupa meðal hæfra karlmanna, sem sýna þroska og hæfni til að kenna og leiða, og lifa virðulegu kristilegu lífi.

b. Prestur eða biskup sem lætur af störfum í kirkjunni missir tímabundið prestréttindi sín í kirkjunni. Við umsókn til biskups er hægt að viðhalda þessum prestréttindum eða endurheimta um afmarkaðan tíma.

c. Félagsmaður verður annaðhvort að lifa í einlífi eða í hjónabandi karls og konu.

d. Sá sem gengur gegnum hjónaskilnað, óháð spurningunni um sök í máli, þarf að taka ársleyfi frá starfi sínu, hvort sem um er að ræða launað starf eða sjálfboðastarf. Félagsaðild telst óvirk í 12 mánuði. Að þeim tíma liðnum getur prestur safnaðarins, eða biskup ef viðkomandi býr ekki í námunda við söfnuð, endurráðið viðkomandi í fyrra starf, ef æskilegt er af tilliti til hluteiganda og safnaðar.

e. Biskup sem gengur í gegnum hjónaskilnað verður að hætta biskupsþjónustu sinni.

f. Söfnuðurinn vill vera heimili þeirra sem giftast aftur eftir skilnað, einnig þeirra sem gera það meðan fyrrverandi maki þeirra lifir. Prestur safnaðarins ber ábyrgð á að finna góð hlutverk sem ekki grafa undan játningu safnaðarins um ævilangt hjónaband karls og konu. Endurgiftir einstaklingar í þessum flokki eru því ekki kjörgengir sem fulltrúar á kirkjuþingi, í stjórn safnaðarins eða í opinberu andlegt forystuhlutverki í söfnuðinum.

g. Biskup getur í sérstökum tilvikum gert undantekningar og aðlaganir á því fyrirkomulagi sem um getur í §13d og §13f að því tilskildu að það stangist ekki á við §2.

§ 14. Áminning félagsmanna

a. Þegar safnaðarmeðlimur eða starfsmaður safnaðarins lifir ekki siðferðilega ásættanlegu lífi er haft samband við við prest safnaðarins eftir að reynt hefur verið að leysa stöðuna upp á eigin spýtur. Þá mun prestur safnaðarins eða fulltrúi tilnefndur af presti ræða við hann um raunverulegar aðstæður. Telji prestur ástæðu til getur prestur gert aðild hlutaðeigandi óvirka og/eða veitt viðkomandi leyfi frá launuðum og ólaunuðum störfum. Prestur getur einnig neitað viðkomandi að taka þátt í altarisgöngu, samkvæmt fyrirkomulagi kirkjunnar. Ákvörðunin gildir þar til biskup hefur mögulega endurskoðað ákvörðunina, annaðhvort að eigin frumkvæði eða að frumkvæði þess sem sætir áminningu.

b. Þegar prestur lifir ekki siðferðislega ásættanlegu lífi, eða kennir ekki í samræmi við kenningar kirkjunnar samkvæmt §2, skal tilkynna biskupi um aðstæður. Biskup getur vikið presti tímabundið úr starfi þar til málið hefur verið rannsakað og því vísað frá, eða þar til presti er vikið úr starfi vegna raunverulegra aðstæðnanna.

c. Þegar biskup lifir ekki siðferðislega ásættanlegu lífi, eða kennir ekki í samræmi við kenningar kirkjunnar samkvæmt §2, koma saman þeir þrír prestar sem lengsta þjónustuferil hafa í kirkjunni. Þeir eiga samtal við biskup til að skýra aðstæður. Ef framangreindar ásakanir og forsendur eru sannar skulu þeir biðja biskup um að segja af sér embætti. Ef hann neitar verða prestarnir, ef að minnsta kosti tveir þeirra eru sammála, að boða til auka kirkjuþings með það fyrir augum að víkja biskupi úr starfi.

§ 15. Eignarhald

Lútherska kirkjan í Noregi og á Íslandi á allar eignir kirkjunnar, annað hvort beint eða í gegnum lögaðila sem hún ræður yfir. Eignir safnaðar renna til Lútersku kirkjunnar í Noregi og á Íslandi ef söfnuður er lagður niður.

§ 16. Samstarf við aðrar kirkjudeildir

Lúterska kirkjan í Noregi og á Íslandi á kirkjusamstarf við þær kirkjudeildir þar sem eining er í kenningu og framkvæmd, samkvæmt lýsingunni í 2. §. Biskup leiðir umræður með það fyrir augum að stofna til kirkjusamstarfs þegar þörf er á því. Kirkjusamstarf kemur til framkvæmda eftir að það hefur verið samþykkt af kirkjuþingi.

Ef kirkjudeild sem Lútherska kirkjan í Noregi og á Íslandi á samfélag við, brýtur gegn lúterskri, játningarbundinni, biblíulegri kristni, sjá 2. §, skal biskup leggja fram við kirkjuþing að rjúfa kirkjusamstarfið. Ákvörðun kirkjuþings ræður þá úrslitum.

§ 17. Breytingar á samþykktum

Allar tillögur um breytingar á samþykktum skulu bornar fram af biskupi og eru þær samþykktar eða felldar af kirkjuþingi.

§ 18. Slit

Lúterska kirkjan í Noregi og á Íslandi legst niður kirkjufundur, kirkjuráð og biskup samþykkja tillögu um slit. Allar eignir kirkjunnar ganga þá til þeirra kristniboðssamtaka sem standa næst lútersku kirkjunni í Noregi og á Íslandi, þegar miðað er við guðfræði hennar, eins og hún var tjáð við stofnun.

§ 19. Greinar sem ekki má breyta

Greinum 2, 13 og 19 má ekki breyta.