
Undanfarið ár hef ég verið að vinna hægt og rólega í nýrri, endurskoðaðri þýðingu á Fræðunum minni, sem Marteinn Lúther tók saman árið 1529. Frá þeim tíma hafa þau verið í notkun í lúthersku kirkjunni um allan heim, til að kenna börnum og fullorðnum grundvallaratriði trúarinnar. Gegnum aldirnar hafa þúsundir manna lært fræðin utanbókar, haft sem veganesti í lífinu, og nýtt þau til að túlka bæði trú sína og líf.
Tilgangur og markmið þessarar nýju endurskoðunar er þríþætt:
- Fyst og femst að færa málið í nokkuð nútímanlegri búning, til að gera fræðin auðsikljanlegri og forðast misskilning. Málið á þó að vera þekkjanlegt fyrir þá sem kunna fræðin, og íslenskri þýðingarhefð hefur verið fylgt eins og hægt er.
- Að einfalda utanbókarlærdóm með því að samræma endurtekin hugtök og orðalag, og með orðalagi sem flýtur vel.
- Að samræma beinar tilvitnanir í Biblíuna við ákveðna þýingu. Hér hefur verið notast við þýðingu Biblíufélagsins frá 1981, þótt munurinn sé lítill miðað við Biblíu 21. aldar.
Útgáfan er nú tilbúin til reynslu, og ég hef dreyft nokkrum prentuðum eintökum. Einnig má hala niður stafrænu eintaki hér.
Ég bið sem flesta að lesa gegnum reynsluútgáfuna, og senda mér athugasemdir um þýðinguna. Fyrst og fremst er ég að leita að athugasemdum varðandi hversu vel þýðingin nær fyrstu tveimur markmiðunu, sem lýst er hér að ofan. Í stuttu máli: Hversu vel fynnst þér þýðingin fljóta, og eru orð eða orðasambönd sem þú skilur ekki, eða þykir torskilin?
Þú getur sent mér athugasemdir með ýmsu móti, t.d. með því að skrifa beint inn í PDF-skjalið, vista og senda mér í tölvupósti á sakarias.ingolfsson@lkn.no. Þú getur prentað út, skrifað á útprentuðu síðurnar, tekið myndir og sent mér þær. Eða bara lýst því sem þú ert að hugsa um. Það má ennfremur ná í mig á facebook messenger, eða hringja í síma 839 3993.
Ég bið um ábendingar og athugasemdir fyrir lok apríl 2025.
Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir hjálpina,
Sakarías Ingólfsson