Skip to content

Námsferðalag til Ísrael

Inngangur að fornleifauppgreftri í Kapernaum, sem Jesús fluttist til.

Ad-Fontes prestnám býður reglulega upp á námsferðalag til Ísrael, fyrir nemendur sína og aðra sem hafa áhuga á því. Á þessu misseri verður ferðalagið haldið 2.-14. janúar 2023. Þetta er tími þegar hitastigið í Ísrael er notarlegt og fjöldi ferðamanna er í lágmarki.

Þáttakendur í ferðalaginu fá að kynnast steinunum og lifandi steinunum. Með öðrum orðum eru þetta kynni við landið, landafræðina, fornleifar og siði, en einnig við þá sem trúa á og fylgja Jesú í dag, sumir þeirra kristnir gyðingar, aðrir arabar og margir innflytjendur. Þetta gefur grundvallarþekkingu á landfræðilegu og menningarlegu samhengi nýja og gamla testamentisins. Engin kennslubók getur komið í staðinn fyrir slíka upplifun.

Jerúsalem séð frá Olíufjallinu

Fararstjóri er Torkild Masvie, biskup í Den lutherske kirke i Norge og Island, sem er móðurkirkja JELK. Hann bjó tíu ár í Jerúsalem, og starfaði sem skólastjóri við Caspari Center for Biblical and Jewish Studies. Hann hefur góða þekkingu á landinu og marga tengiliði.

Ferðin rúmar alls 9 þátttakendur, sem gefur góða umgjörð til að fá sem mest út úr ferðinni. Nemendur í Ad-Fontes prestnáminu hafa forgang, en laus pláss eru í boði fyrir aðra sem hafa áhuga.

Þetta færðu að upplifa

Sýnagógan í Magdala

Hér er stuttur, en ekki tæmandi listi yfir það sem þú færð að upplifa: Beersheba. Aarad-kanaaneakonungarnir og tími konunganna. Við skoðum afgangana af musteri sem var í notkun á sama tíma om musterið í Jerúsalem. Sund í dauðahafinu. Qumran: Klaustursamfélag essena. Hluti leiðararinnar frá Jeríkó til Jerúsalem. Hinn hefðbundi skírnarstaður í Jórdaná. Jórdandalur. Nasaret. Nazareth village: Hefðbundinn bóndabær eins og þeir voru á tíma Jesú, með ýmsum byggingum. Tsipori/Seforis. Magdala: Sýnagóga frá tíma Jesú. Kapernaum, bærinn sem Jesú fluttist til sem fullorðinn maður. Fjall fjallræðunnar. Kórasín: Einn af bæjunum sem Jesús fordæmdi. Dan, þar sem leifar eru af fornu musteri frá tíma gamla trestamentisins. Sesare í Filippí, þar sem Pétur og hinir postularnir játuðu hver Jesús er. Gólanhæðin með útsýni að Damaskus, þangað sem Páll postuli var á leið þegar Jesús birtist honum. Sefardísk, marokkósk, sabbatsguðsþjónusta í réttrúnaðar-gyðinglegum stíl. Messíönsk guðsþjónusta. Ginosar, Kursi: Staðurinn þar sem svínin steyptust í vatnið. Sund í Galíleuvatni/Genesaretvatni/Tíberíasvatni. Tíberías. Haífa. Sesarea við miðjarðarhaf. Jerúsalem. Betanía við bakhlið olíufjallsins. Getsemane. St.Anna-kirkjan. Bethesda-laugin þar sem Jesús læknaði mann sem hafði verið sjúkur í 38 ár. Grafarkirkjan, á stað þar sem mjög öruggar heimildir eru fyrir að Jesús var krossfetur og lagður í gröf. Davíðsturninn, þar sem Pontíus Pílatus hélt til. Davíðsbærinn niður að Sílóalaug. Hiskiagöngin sem batt saman Gíhon-kelduna við Sílóalaug á tíma Jesú. Fornleifagröftur við musteriströppurnar sunnan við musterið. Leifar af hreinsunarböðum gyðinga (mikve) þar sem skírnirnar á hvítasunnudag sennilega áttu sér stað. Musterisgöngin/fornleifagröftur. Vesturmúrinn/grátmúrinn. Mea Sharim og grátmúrinn að Sabbatskvöldi. Messa í rússneskum lúterskum söfnuði. o.s.frv…

Verð

Þátttökugjald er kr 300.000,- sem felur í sér allan kostnað, ferðir innanlands, aðgangseyri, gistingu, sem og flestar máltíðir. Meðan hópurinn er í Jerúsalem fylgir með ein heit máltíð, en þáttakendur þurfa að sjá fyrir eigin morgun- og kvöldverði. Að auki þurfa þáttakendur að kaupa eigin ferðatryggingu og flugmiða til Ísrael.

Nemendur í Ad-Fontes prestnáminu fá kr 80.000,- í afslátt af þáttökugjaldi, og þar að auki önnur kr 80.000 í styrk að námsári loknu.

Skráningarfrestur er 1. október
Áhugasamir hafi samband við : sakarias.ingolfsson@lkn.no

Svipmyndir frá fyrra ferðalagi