Skip to content

Ný þáttaröð á Lindinni

Þriðjudaginn 1. febrúar kl 09:00 verður frumfluttur fyrsti þáttur í þáttaröðinni „Undirbúningur fyrir Sunnudag“ á útvarpsstöðinni Lindin. Þættirnir verða sendir þriðjudaga kl 09:00 og endurfluttir fimmtudaga kl 13:00 og laugardaga kl 16:00.

Það er Sakarías Ingólfsson sem kynnir næsta sunnudag í kirkjuárinu, les ritningarlestrana og guðspjallið, og skoðar samhengið sem textarnir standa í. Við undirbúum okkur í sameiningu fyrir það að heyra orð Guðs í guðsþjónustunni og taka það til okkar.

Þættirnir verða einnig í boði á appi lindarinnar og sem hlaðvarp.