Skip to content

Ný þáttaröð af Undirbúningi fyrir sunnudag

Fimmtudaginn 7 . september hefst ný þriggja mánaða löng þáttaröð af útvarpsþættinum Undirbúningur fyrir Sunnudag. Í þessum þáttum fer Sakarías Ingólfsson yfir ritningarlestra og guðspjall næstkomandi sunnudags. Þættirnir verða á dagskrá Lindarinnar fimmtudaga kl 9:00, og verða endurteknir föstudaga kl 18:00 og laugardaga kl 14:00. Upptökur af þáttunum má nálgast á appi Lindarinnar og á YouTube-rás JELK.