Dagana 23. júní til 26. júní 2023 bjóðum við til ráðstefnu í Reykjavík, með yfirskriftinni „Guð gefur.“
Aðal ræðumaður er Sr. Brian A. Flamme, sem er prestur í Immanuel Lutheran Church í Roswell New Mexico. Brian talar ensku, en boðið verður upp á túlkun.
Helgistundir og guðsþjónusta á sunnudegi verða á íslensku, og mun Sr. Sakarías Ingólfsson leiða og tala á þessum stundum.
Lögð verður áhersla á að hafa nægan tíma til máltíða og umræðna.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna koma með haustinu 2022.