Ég spjalla aðeins um skriftir, nefni eigin reynslu af þeim, tala um hvað þær eru og hver sé ritningarlegur grundvöllur þeirra.
Hvað eru skriftir?
Svar: Skriftir taka yfir tvö atriði: Annað er, að maður játi syndina, hitt er, að hann veiti aflausninni eða syndafyrirgefningunni viðtöku af skriftaföðurnum svo sem af Guði sjálfum væri og efist svo ekki um þetta, heldur trúi fastlega, að syndirnar séu með því fyrirgefnar hjá Guði á himnum.
Úr fræðum Lúthers minni. Lesa áfram
19Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður sé með yður!“ 20Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin. 21Þá sagði Jesús aftur við þá: „Friður sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“ 22Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda. 23Ef þér fyrirgefið einhverjum syndirnar, eru þær fyrirgefnar. Ef þér synjið einhverjum fyrirgefningar, er þeim synjað.“
Jóh 20:19-23