Veturinn 2024–2025 bjóðum við upp á tvö mismunadi trúfræðslunámskeið, sem verða haldin sitt á hvað annan hvern miðvikudag. Annað námskeiðið fer yfir grundvallaratriði kristinnar trúar. Síðara námskeiðið er framhald af hinu fyrra, og þar verður farið yfir grundvallarjátningar lúthersku kirkjunnar og innihald þeirra.
Til að skrá þig á námskeið, hafðu samband í tölvupósti sakarias.ingolfsson@lkn.no
Til að taka þátt þarftu síma, spjaldtölvu eða venjulega tölvu, sem og forritið Zoom (zoom.us). Tengill til að tengjast námskeiðinu, ásamt öðru efni, er sendur út á tölvupósti.
Trúfræðslunámskeið A: Grundvallaratriði kristinnar trúar
Miðvikudag 9. október kl 20:00 hefst hefst námskeiðið „Grundvallaratriði kristinnar trúar“ á Zoom. Námskeiðið er aðallega ætlað fullorðnum, en allir sem hafa áhuga geta tekið þátt í. Námskeiðið mun kynna meginatriði Biblíunnar, grundvallar kenningu kristinnar trúar og lífið í kirkjunni. Markmið námskeiðsins er að auðvelda eigin lestur á Biblíunni og gefa aukinn skilning á kristilegum hefðum og líferni.
Yfirlit yfir samverur námskeiðsins
Samvera 1: Biblían og megin söguþráður hennar.
Samvera 2: Gamla testamentið
Samvera 3: Nýja testamentið
Samvera 4: Boðorðin tíu og kærleiksboðorðið
Samvera 5: Trúarjátningin
Samvera 6: Skírn
Samvera 7: Altarisgangan/ Brauðsbrotningin.
Samvera 8: Kristið líf í einrúmi og á heimilinu
Samvera 9: Messan.
Trúfræðslunámskeið B: Játningar lútersku kirkjunnar
Miðvikudaginn 16. október hefst framhaldsnámskeiðið „Játningar lútersku kirkjunnar“ á Zoom. Hér verður farið yfir höfuðjátningar lúthersku kirkjunnar, og sögu þeirra. Við byrjum á höfuðjátningunum þremur, sem notaðar eru í guðsþjónustum kristinnar kirkju um allan heim. Því næst verður litið á sögu lútersku játninganna, og við byrjum á að fara yfir Ágsborgarjátninguna. Með þessum hætti verður farið enn dýpra í megin atriði trúarinnar.