Skip to content

Trúfræðslunámskeið: Grundvallaratriði kristinnar trúar

Haustið 2023 hefjum við trúfræðslu-námskeið á Zoom. Námskeiðið er aðallega ætlað fullorðnum, og allir sem hafa áhuga geta tekið þátt í. Námskeiðið mun kynna meginatriði Biblíunnar, grundvallar kenningu kristinnar trúar og lífið í kirkjunni. Markmið námskeiðsins er að auðvelda eigin lestur á Biblíunni og gefa aukinn skilning á kristilegum hefðum og líferni.
Inngangur að Biblíunni

Stærstur hluti námskeiðsins snýst um að fara yfir söguþráð og tímalínu Biblíunnar í megin atriðum sínum. Helstu atburðir og sögupersónur verða skoðaðar nánar, sem og landssvæðið sem atburðirnir eiga sér stað á. Sem dæmi um atburði sem verða skoðaðir, má nefna sköpunarsöuna, syndafallið, forfeður Ísraelsþjóðar, lausn úr ánauð í Egyptalandi, sáttmálann við Sínaífjall, musterið, landnám í fyrirheitna landinu, tíma dómaranna, stofnun konungsveldisins, klofining og fall, útlegð í Babýlon, endurkomu til Jersúsalem, þróun fram að fæðingu Jesú, starf hans, dauða, upprisu og himnaför, komu heilags anda, starfið í frumkirkjunni. Við skoðum einnig stofnun kirkjunnar og sögu hennar.

Grundvallarkenning kristinnar trúar
Farið verður yfir þau fimm atriði kristinar kenningar, sem fram koma í fræðnunum minni: Trúarjátninguna, þ.e. útskýringuna á því hver Guð er og hvað hann hefur gert; Boðorðin tíu og þær kröfur sem Guð gerir til okkar. Það inniber líka skilning okkar á því hver við erum; Bæn Drottins (Faðir vor) og hvers vegna við leitum Guðs í bæn; Að lokum skoðum við kirkjuna og sakramentin tvö: Skírn og altarisgöngu, sem einnig nefnist brauðsbrotning.

Hið kristna líf og kirkjan
Við skoðum hvað það þýðir að vera meðlimur kirkjunnar og taka þátt í starfi hennar. Þess vegna skoðum við m.a. hvað messan er og hvað þættir hennar merkja. Við skoðum einnig bænahald á heimilinu og í einrúmi.

Skráning
Til að skrá þig, hafðu samband við Sakarías Ingólfsson á tölvupósti sakarias.ingolfsson@lkn.no

Skráningarfrestur er 1. október og násmkeiðið hefst í viku 40. Láttu vita hvaða dagar henta þér best, og hvort þér henti best að taka þátt vikulega eða aðra hverja viku. Við reynum með þeim hætti að aðlag námskeiðið að þörfum þáttakenda.

Yfirlit yfir samverur námskeiðsins
Samvera 1: Kynning á Biblíunni og söguþráður hennar í heild.
Samvera 2: Frumsagan: Sköpun og syndafall, og merking þeirra.
Samvera 3: Forfeður Ísrael, ánauð í Egyptalandi og frelsun þaðan.
Samvera 4: Sáttmálinn, lögmál og musteri.
Samvera 5: Boðorðin tíu.
Samvera 6: Landnám, tími dómaranna og konungsríkið Ísrael: Stofnun, klofningur og fall.
Samvera 7: Útlegð, heimkoma og þróun fram að fæðingu Krists.
Samvera 8: Kristur: Fæðing, starf, dauði, upprisa og himnaför.
Samvera 9: Boðun og skírn.
Samvera 10: Altarisgangan/ Brauðsbrotningin.
Samvera 11: Stofnun kirkjunnar og saga hennar.
Samvera 12: Trúarjátningin
Samvera 13: Að leita Guðs í einrúmi, á heimilinu og í kirkjunni.
Samvera 14: Að leita Guðs í einrúmi, á heimilinu og í kirkjunni.