
Guðsþjónustan eða messan er hjarta trúariðkunar kristinna manna. Í henni mætum við Kristi sem þjónar söfnuði sínum í predíkun orðsins og í sakramentunum. Eins og Kristur sjálfur kennir:
Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.
Mark 10:44
Við stefnum að því að kalla til guðsþjónustu með jöfnum millibilum. Fyrstu messurnar á okkar vegum vour haldnar haustið 2021. Yfirlit yfir messur og biblíulestra má finna í dagatalinu
Fylgist með hér á heimasíðunni varðandi hugsanlegar breytingar. Breytilegar sóttvarnarreglur geta valdið því að fresta verði guðsþjónustum með litlum fyrirvara.
Hægt er að skoða helgisiði okkar á eftirfarandi tenglum: