Skip to content

Helgistund

(Sálmur/Davíðssálmur)
Upphaf

L: Drottinn, opna varir mínar,
S: að munnur minn kunngjöri lof þitt! (Sálm 51:17)
L: Guð, lát þér þóknast að frelsa mig,
S: Drottinn, skunda mér til hjálpar! (Sálm 70:2)
A: Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda, svo sem var í upphafi, er og verða mun um aldir alda. Amen. (Lúk 24:34)

Hér getur fylgt Davíðssálmur í víxllestri

Ritningarlestur
Hugleiðing
Lofsöngur
Lofsöngur Sakaría (Lúk 1:68-79, að morgni)

I: Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels,
því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn.
II: Hann hefur reist oss horn hjálpræðis í húsi Davíðs þjóns síns,
eins og hann talaði fyrir munn sinna heilögu spámanna frá öndverðu,
I: frelsun frá óvinum vorum
og úr höndum allra, er hata oss.
II: Hann hefur auðsýnt feðrum vorum miskunn
og minnst síns heilaga sáttmála,
I: þess eiðs, er hann sór Abraham föður vorum
að hrífa oss úr höndum óvina
II: og veita oss að þjóna sér óttalaust
í heilagleik og réttlæti fyrir augum hans alla daga vora.
I: Og þú, sveinn! munt nefndur verða spámaður hins hæsta,
því að þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans
II: og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu,
sem er fyrirgefning synda þeirra.
I: Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors.
Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor
II: og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans,
og beina fótum vorum á friðar veg. (Lúk 1:68-79)
A: Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda.
Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.

Lofsöngur Maríu (Lúk 1:46-55, síðdegis)

I: Önd mín miklar Drottin,
og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
II: Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar,
héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja.
I: Því að mikla hluti hefur hinn voldugi við mig gjört,
og heilagt er nafn hans.
II: Miskunn hans við þá, er óttast hann,
varir frá kyni til kyns.
I: Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað.
II: Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upp hafið smælingja,
I: hungraða hefur hann fyllt gæðum,
en látið ríka tómhenta frá sér fara.
II: Hann hefur minnst miskunnar sinnar
og tekið að sér Ísrael, þjón sinn,
I: eins og hann talaði til feðra vorra,
við Abraham og niðja hans ævinlega. (Lúk 1:46-55)
A: Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda.
Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.

Lofsöngur Símeons (Lúk 2:29-32, að kvöldi)

I: Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara,
eins og þú hefur heitið mér,
II: því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða,
I: ljós til opinberunar heiðingjum
og til vegsemdar lýð þínum Ísrael. (Lúk 2:29-32)
A: Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda.
Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.

Bænir

A: Drottinn miskunna þú oss. Kristur, miskunna þú oss. Drottinn, miskunna þú oss. (Mark 10:47; Róm 10:9)
L: Drottinn, heyr vora bæn,
S: Lát hróp vort berast fram fyrir þig. (Sálm 102:2)
Bænir

Bæn Drottins

L: Biðjum saman bæn Drottins:
A: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. (Matt 6:9-13)

Lokabæn

Að morgni (Morgunbæn Lúthers)
A: Ég þakka þér, himneski faðir minn, fyrir Jesú Krist, þinn elskulega son, að þú í nótt hefur varðveitt mig frá öllu tjóni og háska, og ég bið þig að vernda mig einnig á þessum degi frá synd og öllu illu, svo að allt starf mitt og lifnaður þóknist þér. Ég fel mig, líkama minn og sálu og sérhvað eina í hendur þínar. Heilagur engill þinn veri hjá mér, svo að óvinurinn illi nái engu valdi yfir mér. Amen.

Að kvöldi (Kvöldbæn Lúthers)
A: Ég þakka þér, himneski faðir minn, fyrir Jesú Krist, þinn elskulega son, að þú í dag hefur náðarsamlega varðveitt mig. Og ég bið þig að fyrirgefa mér allar syndir mínar, þar sem ég hef ranglega breytt, og varðveita mig náðarsamlega í nótt. Ég fel mig, líkama minn og sálu og sérhvað eina í hendur þínar. Heilagur engill þinn veri hjá mér, svo að óvinurinn illi nái engu valdi yfir mér. Amen.

Blessun

L: Þökkum Drottni og vegsömum hann.
S: Drottni sé vegsemd og þakkargjörð.
L:
Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. (2 Kor 13:13)
S: Amen