Með lútherskum kirkjum um heim allan stöndum við saman um þau játningarrit sem er að finna í Samlyndisbókinni (Einnig kölluð Einingarbókin). Hluti þessara rita teljast einnig játningarrit íslensku þjóðkirjunnar.
Með þessum kirkjum játum við að hin spámannlegu og postullegu rit gamla og nýja testamentisins séu hin eina og sanna uppspretta allra kristilegra kenninga og sú regla og viðmið sem dæmir allar kenningar og kennara trúarinnar.
Játningarritin skýra það hvernig við skiljum rit Biblíunnar. Í heild sinni hefur Samlyndisbókin enn ekki komið út á Íslensku í heild sinni. Trúarjátningar frumkirkjunnar, Ágsborgarjátninguna og Fræðin minni er að finna í þýðingu Einars Sigurbjörnssonar, ásamt útskýringum hans, í bókinni Kirkjan játar. Þessi rit er nú að finna hér á vef JELK. Þessi fimm rit teljast til játningarrita íslensku þjóðkirkjunnar, sem og annara kirkna hins fyrrverandi danaveldis.
- Samkirkjulegu trúarjátningarnar þrjár
- Ágsborgarjátningin
- Fræðin minni
Að auki birtum við hér á síðunni ritin sem heita Fræðin meiri og Schmalkaldengreinar. Þessi rit voru þýdd af Þorgils Hlyni Þorbergssyni, og komu með nokkrum breytingum í nýlegu ritasafni Marteins Lúthers, sem gefið var út í tilefni 500 ára afmælis siðbótarinnar. Það er upprunaleg útgáfa Þorgils sem hér verður birt. Hér eru þessi rit birt í upprunalegri þýðingu Þorgils.
- Schmalkaldengreinarnar
- Fræðin meiri
Eftirfarndi rit var þýtt af Sveini Valgeirssyni og birt í tímaritinu Glíman, 4. árgangi 2007. Sveinn kallar yfirlýsinguna „Ritgerð um páfans vald og forræði.“
- Yfirlýsing um vald og yfirmátt páfans
Eftirstandandi rit hafa okkur vitandi enn ekki verið gefin út í íslenskri þýðingu. Við erum þó að vinna í úrbótum á því. Þessi rit eru:
- Játningarvörnin
- Samlyndisreglan
Hægt er að finna Samlyndisbókina á norsku, sænsku og dönsku, og kallast hún þá Konkordieboken. Á ensku er Book of Concord til í ýmsum þýðingum. Hana er hægt að lesa að kostnaðarlausu á bookofconcord.org.