Skip to content

Kirkjan Játar

Játningarrit íslensku kirkjunnar, sem er að finna hér á jelk.is, eru tekin úr bók Dr. Einars Sigurbjörnssonar Kirkjan Játar. Með góðfúslegu leyfi höfundarréttarhafa og Skálholtsútgáfunnar höfum við skannað, tölvulesið, og endurlesið texta játninganna og útbúið hann fyrir vefsíðuna.

Kirkjan játar inniheldur að auki skýringar við hverja grein játninganna, sem og inngang þar sem greint er frá mótun kristinna játninga og gefið yfirlit yfir helstu kirkjudeildir. Bókin er til hjá Kirkjuhúsinu, og við mælum eindregið með að sem flestir eignist eintak af henni:

Einar Sigurbjörnsson Kirkjan Játar: Saga og mótun kristinna trúarjátninga og yfirlit yfir helstu kirkjudeildir kristninnar. Játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar með skýringum, 2. útgáfa aukin og endurbætt (Reykjavík: Útgáfan Skálholt) 1991, 253-282.

Fræðin minni voru snemma þýdd á íslensku, og voru þá prentuð sem lítið kver. Síðan hafa fræðin verið prentuð allnokrum sinnum, og einnig komið í nýjum þýðingum. Þýðing Dr. Einars Sigurbjörnssonar hefur líka komið út sem kver, ásamt skýringum hans, bænum í ýmsum aðstæðum og spurningum fyrir þá sem vilja ganga til altaris. Þetta kver er einnig hægt að nálgast hjá Kirkjuhúsinu.

Marteinn Lúther [og Einar Sigurbjörnsson] Fræðin minni ásamt bænum og hagnýtu efni: Með inngangi og skýringum eftir Einar Sigurbjörnsson (Reykjavík: Skálholtsútgáfan), 1993.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú finnur prentvillur eða aðra galla á stafrænu útgáfunni hér á netinu.