Skip to content

Messuskrá

(Klukknahringing og forspil)

Prestur getur með nokkrum orðum kynnt guðsþjónustuna.

Messuupphaf

P: Í nafni Guðs Föður og Sonar og Heilags Anda.
A: Amen

Á páskatíma:
L: Kristur er upp risinn! (Lúk 24:6)
S: Já, hann er sannarlega upp risinn! (Lúk 24:34)

Upphafsbæn

Prestur eða annar úr söfnuðinum leiðir upphafsbæn:

A: Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla og til að heyra, hvað þú, Guð faðir, skapari minn, þú, Drottinn Jesús, frelsari minn, þú, heilagi andi, huggari minn, vilt við mig tala í þínu orði.
Drottinn, heyr þú lofgjörð mína og bæn og opna þú með þínum heilaga anda hjarta mitt fyrir sakir Jesú Krists, að ég fyrir þitt orð iðrist synda minna, trúi á Jesú í lífi og dauða og taki framförum í kristilegu hugarfari og líferni. Bænheyr það, ó Guð, fyrir Jesú Krist. Amen.

Inngöngusálmur
Syndajátning

P: Ef vér segjum: „Vér höfum ekki synd,“ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. (1 Jóh 1:8)
A: Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. (1 Jóh 1:9)
P:
Játum saman syndir vorar.
A: Ég játa fyrir þér, almáttugi Guð, skapari minn og lausnari, að ég hef margvíslega syndgað gegn þér í hugsunum, orðum og gjörðum og finn í hjarta mínu girnd til hins illa. Fyrirgef mér sakir miskunnar þinnar og leið mig til eilífs lífs til dýrðar nafni þínu.
Þögn til íhugunar
P:
Almáttugur Guð fyrirgefi yður allar syndir, styrki yður og leiði til eilífs lífs fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
S: Amen!

Miskunnarbæn

L: Drottinn, miskunna þú oss.
S: Drottinn, miskunna þú oss.
L: Kristur, miskunna þú oss.
S: Kristur, miskunna þú oss.
L: Drottinn, miskunna þú oss.
S: Drottinn, miskunna þú oss.
(Mark 10:47; Róm 10:9)

Dýrðarsöngur

Dýrðarsöngur er ekki sunginn/lesinn á föstu.

L: Dýrð sé Guði í upphæðum.
S: Og friður á jörðu og mönnunum velþóknun. (Lúk 2:14)

Þjónusta orðsins

Kollekta

[P: Drottinn sé með yður.
S: Og með þínum anda.]
L: Látum oss biðja . . . um aldir alda.
S: Amen

Sálmur
[Barnastund]
Ritningarlestur

L: Fyrri ritningarlestur þessa Drottins dags er að finna í… kafla… versum…

Söfnuður rís úr sætum

Ritningarlesturinn endar:
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Guði sé þakkargjörð.

L: Síðari ritningarlestur þessa Drottins dags er að finna í…

Ritningarlesturinn endar:
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Dýrð sé þér Drottinn, því þú hefur orð eilífs lífs! Hvert annað ættum vér að fara! (Jóh 6:68)

Söfnuður sest.

Sálmur fyrir prédikun
Prédikun

P: Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn…

Söfnuður rís úr sætum

S: Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap.

Ritningarlesturinn endar:

P: Þannig hljómar hið heilaga guðspjall.
S: Lof sé þér Kristur.

Söfnuður sest

Prédikun endar á:
P: Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda. Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.

Þjónusta safnaðarins

Trúarjátning

Níkeujátningin

A: Ég trúi á einn Guð, Föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega.

Og á einn Drottinn, Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af Föðurnum fæddur frá eilífð, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur eigi gjörður, samur Föðurnum. Fyrir hann er allt skapað. Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar steig hann niður af himnum, klæddist holdi fyrir Heilagan Anda af Maríu meyju og gjörðist maður. Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn. Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna, situr við hægri hönd Föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða. Á ríki hans mun enginn endir verða.

Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgjafann, sem út gengur af Föður og Syni og með Föður og Syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna. Og á eina heilaga, almenna og postullega kirkju.
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar. Amen.

Í stað Níkeujátningarinnar má nota postullegu trúarjátninguna:

A: Ég trúi á Guð, Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga, almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Fyrirbæn (1 Tím 2:1-4)

L: Drottinn er mitt á meðal vor. (Matt 18:20)
S: Biðjum í Jesú nafni. (Joh 16:23)

Allmenn kirkjubæn

L: Eilífi Guð, vér þökkum þér og lofum þitt heilaga nafn, því þú ert góður og miskun þín varir að eilífu. Þú gefur daglegt brauð, gleði og góða daga. Þú agar oss og helgar til ríkis þíns með krossi og þrengingum. Þú hefur gefið oss heilagt sannleiksorð þitt, og kallað oss til gera heimili vort í kirkju þinni á jörðinni, og eilíflega hjá þér á himnum. Við þökkum þér, himneski Faðir. (Sálm 100:5; Matt 6:11; Jóh 14:2-3; Heb 10:25; 12:6)

S: Drottin, vér þökkum þér.

L: Vér biðjum í Jesú nafni: Ver kirkju þinni náðugur og helga hana í sannleikanum. Gef að orð þitt verði ætíð prédikað skírt og ómengað, og að sakramentum þínum verði úthlutað rétt. Gef kirkju þinni verkamenn sem þjóna með sannri uppfræðslu í orði þínu og eru fyrirmynd með grandvöru líferni. Blessa guðsþjónustur vorar og starf.
Veit biskupi, prestum og sjálfboðaliðum visku og vernd, heilsu og krafta, fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. (Jóh 17:17; 1 Kor 4:1-2; Efes 4:11-12)

S: Drottinn, heyr vora bæn.

L: Vér biðjum þig að varðveita börn vor, sem skírð eru í þínu nafni, svo að þau vaxi með aldri að visku og náð hjá þér og mönnum. Varðveit að sama skapi þau sem enn ekki hafa tekið við skírnargjöf þinni. Kalla oss ætíð til að lifa í sjálfsafneitun, trú og þjónustu við þig og náungann. Miskunna þeim sem týndir eru og standa gegn þér. Veit þeim afturhvarf til lífsins. Gef oss frið og eilíft líf við borð þitt, fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. (Matt 5:44; 16:24; Mark 10:13-16; Lúk 2:51; Post 5:31; Róm 12:14)

S: Drottinn, heyr vora bæn.

L: Miskunna þjóð gyðinga, sem þú veittir loforð þín í hinum gamla sáttmála. Styrk alla þá sem sæta ofsóknum Jesú nafns vegna, og send verkamenn til uppskeru þinnar. Gef að fagnaðarerindið um ríkið þitt eflist hér í/á . . . og meðal þeirra sem enn ekki hafa heyrt gleðiboðskapinn.
Veit kristniboðunum visku, hugrekki og krafta. Blessa þá í kirkju vorri sem saman eru komnir á öðrum stöðum, og opinbera oss hvar vér eigum að halda starfinu áfram. (1 Mós 12:1-3; Sálm 122:6; Matt 5:11; 9:37; 24:14;)

Hér má nefna önnur bænarefni og biðja sérstaklega fyrir þeim sem óskað hafa fyrirbænar safnaðarins.

L: Vér felum þér, Drottin, þau bænarefni önnur, sem á oss hvíla og biðjum saman upphátt eða í hljóði . . .

Hér er höfð þögn til bænar í hljóði. Þeir sem þess óska geta beðið upphátt frá eigin brjósti.

L: Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn.

S: Drottinn, heyr vora bæn.

L: Gef frið á jörðu og frið í hjörum vorum. Gef ráðamönnum heimsins visku og vilja, svo þeir stuðli að réttlæti og friði. Lát samstarf þjóðana ná góðum árangri.
Haltu þinni almáttugu verndarhendi yfir sköpuninni allri, og gef oss að deila auði jarðar rétt, og nýta hann þér til dýrðar og komandi kynslóðum til gagns. Leið fátæklinga heimsins út úr neyð sinni og smán, og gef hinum þjáðu frelsi.
Blessa þjóð vora og fósturjörð, forseta vorn, landsstjórn og borgarstjórn (sveitarfélagsstjórn); og alla þá, er í dómum sitja. Upplýs hjörtu þeirra og gef þeim visku til að leiða og dæma lýð þinn í sannleika og réttlæti. Farsæl þú atvinnuvegi vora til lands og sjávar. Efldu dáð og drengskap meðal íbúa lands vors, fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. (Lúk 2:14; 4:18; Filipp 4:7; 1 Tím 2:1-4;)

S: Drottinn, heyr vora bæn.

L: Veit oss leiðsögn í hinum mörgu ákvörðunum sem heyra daglegu lífi til.
Blessaðu húsfélag og hjúskaparstétt á meðal vor og efldu falslausan kærleika í hjörtum allra hjóna, svo þau elski og styðji hvort annað og uppali trúlega börn sín í aga og umvöndun þinni.
Hugga þú, góði Guð, all sjúka og sorgmædda. Líknsami faðir! Annast þú alla, sem bágstaddir eru og bera kross Sonar þíns á herðum sér. Vertu læknir líðenda, huggari hrelldra, athvarf ekkna og faðir föðurlausra, nær og fjær.
Gef oss kærleika til að hjálpa þegar lífinu er ógnað, og kjark til að vernda það frá frjóvgun til náttúrulegs dauðadags. Sérstaklega biðjum vér fyrir þeim börnum í móðurkviði sem í hættu eru. Gef móður og þeim sem umlykja hana, vilja og kjark svo að barnið fái að lifa, fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn.

S: Drottinn, heyr vora bæn.

L: Gef þú oss öllum náð, frið og blessun og allt, sem oss má verða til tímanlegrar og eilífrar frasældar. En umfram allt biðjum vér þig, himneski Faðir, fyrirgef oss öll vor afbrot og allar vorar syndir fyrir son þinn Jesú Krist, og þegar æfi vor er að þrotum komin, réttu oss þá þína mildu hönd og leyf oss að deyja með Drottinn Jesú í hjarta, svo að vér fáum eilíflega lifað með þér og honum. Bænheyr oss, líknsami Guð og Faðir, fyrir Jesú Krist, Drotinn vorn.

S: Drottinn, heyr vora bæn. Amen.

Ef altarisganga fer ekki fram endar kirkjubænin á bæn Drottins:

P: Allar bænir vorar felum vér í þeirri bæn som Drottinn hefur kennt oss og biðjum öll saman:

A: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörð sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. (Matt 6:9-13)

Sálmur og þakkarfórn
Þakkarbæn

L: Drottinn, vér þökkum þér fyrir að þú sérð okkur fyrir öllum þörfum vorum, svo einnig vér getum gefið gjafir. Hjálpa þú oss að reynast verðugir ráðsmenn. Blessa gjafir vorar, og gef að fleiri fái að heyra fagnaðarerindi þitt og að vér getum unnið þau verk sem þú hefur falið söfnuði þínum. Amen.

Athafnir sem skírn og ferming fara fram hér.
Ef altarisganga fer ekki fram lýkur guðsþjónustunni með messulokum.

Þjónusta borðsins

Vinsamlegast talið við prest áður en gengið er til altaris.

Þakkargjörð

P: Drottinn sé með yður.

Söfnuður rís úr sætum

S: Og með þínum anda (2 Tim 4:22)
P: Lyftum hjörtum vorum til himins. [Kól 3:1]
S: Drottinn hefji hjörtu vor til sín.
P: Látum oss þakka Drottni, Guði vorum.
S: Hann einn er verðugur lof- og þakkargjarðar.
P:
Sannarlega er það verðugt og rétt, skyldugt og mjög hjálpsamlegt að vér alla daga og á öllum stöðum lofum þig og þökkum þér, þú heilagi Drottinn, almáttugi Faðir og eilífi Guð, fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn, hann sem þú sendir til endurlausnar heimsins, til að vér gegnum dauða hans skyldum öðlast fyrirgefningu syndanna og gegnum upprisu hans, eilíft líf. Þess vegna, með englum og höfuðenglum, með tignum og drottinvöldum, sömuleiðis ásamt öllum himneskum hersveitum lofum vér þitt heilaga nafn, óaflátanlega segjandi:

A: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn, Guð allsherjar. Himnarnir og jörðin eru full af dýrð þinni. Hósíanna í upphæðum. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins. Hósíanna í upphæðum. (Jes 6:3, Matt 21:9; Op. Jóhs. 4:8; 5:11)

P: Vér lofum þig og vegsömum, upprisni Drottinn vor og Frelsari, því þú hefur elskað oss og lagt sjálfan þig í sölurnar til lausnargjalds fyrir syndir vorar. Lof sé þér og vegsemd fyrir kærleika þinn sem er sterkari enn dauðinn.
Gef að vér tökum við líkama þínum og blóði verðuglega og með auðmjúkum hjörtum. Sameina oss við þig eins og greinarnar við vínviðinn, kenn oss að elska hvert annað eins og þú hefur elskað oss að fyrra bragði, og lát oss að lokum safnast að nýju í ríki þínu. (Mark 10:45; Jóh 15:5; 1 Jóh 4:19)

Bæn Drottins

P: Biðjum saman bæn Drottins:
A: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
(Matt 6:9-13)

Orð Drottins

P: Nóttina sem Drottinn Jesús var svikinn, tók hann brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf lærisveinum sínum og sagði: Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu.
Sömuleiðis eftir kvöldmáltíðina tók hann bikarinn, gjörði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir hér af. Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna. Gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið, í mína minningu.“ (Matt 26:26-28, Mark 14:22-24, Lúk 22:19-20, 1 Kor 11:23-25)

Ó, þú Guðs lamb

S: Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt barst heimsins synd, miskunna þú oss. Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt barst heimsins synd, miskunna þú oss. Ó, þú Guðs lamb, Kristur, þú sem burt barst heimsins synd, Gef oss þinn frið. (Jóh 1:29)

Máltíð Drottins

P: Gangið nú að borði Drottins og meðtakið líkama hans og blóð.

Altarisgestir ganga innar.

P: Þetta er líkami Krists, fyrir þig gefinn. (Lúk 22:19)
P: Þetta er blóð Krists, fyrir þig úthellt. (Lúk 22:20)

Eftir hvern hring segir prestur:

P: Friður veri með yður. (Jóh 20:19)

Að lokum:

P: Hinn krossfesti og upprisni Jesús Kristur hefur nú gefið oss heilagan líkama sinn og blóð, sem han gaf til friðþægingar fyrir syndir vorar. Hann varðveiti yður í samfélaginu við sig og viðhaldi yður í lifandi trú til eilífs lífs. Hans náð og friður veri með yður. Amen. (1 Þess 3:13; 1 Jóh 2:2)

Þakkarbæn

P: Vér þökkum þér, algóði Guð og miskunnsami Faðir, að þú með þessari hjálpsamlegu gjöf hefir styrkt og endurnært oss. Vér biðjum þína miskunnsemi, að þú látir þína himnesku gjöf verða oss til sannrar blessunar, veita sálunni djörfung, frið og hvíld, styrkja trúna á þig og frelsarann, glæða kærleikann til þín og hans, og veita þolgæði, staðfestu og undirgefni í þrautum og þjáningum og jafnvel í sjálfum dauðanum. Heyr bæn vora fyrir Drottinn vorn Jesú Krist. Amen.

Messulok

Blessun

P: Þökkum Drottni og vegsömum hann.
S: Drottni sé vegsemd og þakkargjörð.
P:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
S: Amen

Lokasálmur
Lokabæn

A: Drottinn, vér þökkum þér fyrir það, að þú hefir leyft oss að taka þátt í sameiginlegri guðsþjónustu safnaðarins, og þann veg minnt oss á, hverju vér eigum að trúa, hvernig vér eigum að breyta og hvers vér megum vona.
Hjálpa oss nú, Guð vor, með þínum heilaga anda, til að varðveita þitt orð í hreinum hjörtum, styrkjast af því í trúnni, læra af því að taka framförum í guðrækilegu líferni og hugga oss við það í lífi og dauða. Amen.

(Eftirspil)